Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 48
KVIKMYN DASTJ ARN AN
Chris Hemsworth er einn mesti hetjuleikarinn í Hollywood af yngri
kynslóð leikara. Hann fetar í fótspor Schwarzeneggers og Stallones
og tekur sig vel út í herklæðum, enda stæðilegur, 1,92 sentimetra
hár. Vinsælastur er hann fyrir að túlka þrumuguðinn Þór í tveimur
kvikmyndum en hefur einnig sýnt að hann hefur meira til að bera en
líkamlegt atgervi. Hann sýndi góðan leik í Rush þar sem hann leikur
kappaksturshetjuna James Hunt.
TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: ÝMSIR
Ein vinsælasta kvikmyndin á þessu ári
er Thor: The Dark World, sem er
önnur kvikmyndin í röðinni um
þrumuguðinn Þórsem við þekkjum úr
Ásatrúnni. Sá Þór sem fyrst birtist í Thor var
ólíkur Þór sem við þekkjum nema kannski
helst líkamsbyggingin, enda Þór í myndinni
byggð á teiknimyndasögum frá Marvel, en
þaðfyrirtæki á heiðurinn af mörgum ofur-
hetjum kvikmyndanna. Sá sem leikur Þór í
myndunum er hinn stæðilegi Chris Hems-
worth, ástralskur leikari sem er 1,92 senti-
metrar á hæð, sem er óvenjulegt þegar
kvikmyndastjörnur í Hollywood eiga í hlut.
Þessi hæðarmunurséstvel þegar Hems-
worth er í snertingu við mótleikkonu sína í
Þórsmyndunum, Natalie Portman, sem er
aðeins 1,60 sentimetrar á hæð.
Islendingar fengu að kynnast Chris Hems-
worth þegar hann kom til landsins í fyrra-
sumar en hluti af Thor: The Dark World var
kvikmynduð hér á landi. Spurður í viðtali
48 SKÝ 6. tbl. 2013