Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 43

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 43
í bláa húsinu við Túngötu ólst upp forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. til verksins og má segja að hún hafi þannig fengið þetta risaverkefni í fangið. Húsafriðunarnefndin var skipuð þremur mönnum, tveimur sem bæjarstjórnin skipaði og einum fulltrúa Sögufélags Isfirðinga. Þetta voru þeir Gunnar Jónsson, oft kallaður Gunnar í Brunabót, og Jón Páll Halldórsson, en þeir voru skipaðir af bæjarstjórn, og þriðji maðurinn var Guðmundur Sveinsson firá Góustöðum, sem var fuUtrúi Sögufélagsins. Jón Páll var á þessum tíma forstjóri hrað- frystihússins Norðurtangans sem var einn fjölmennasti vinnustaður Isafjarðar. Jón Páll var ekki kaUaður neitt sérstakt til auðkennis, hvorki kenndur við vinnustað sinn eða for- eldra eins og þó var svo algengt á ísafirði á þessum árum. Kannski var það vegna þess að það var aðeins einn Jón Páll Halldórsson. Frá upphafi var Hjörleifur Stefánsson arkitekt nefndinni til ráðuneytis og má segja að hann hafi vakað yfir verkinu, en hann mældi húsin upp, gerði uppdrætti og verklýsingar. Húsafriðunamefndin starfaði óbreytt í rúmlega 20 ár og varð mjög mikið ágengt. Eina breytingin sem var á henni gerð var að við fráfall Guðmundar Sveinssonar tók Asgeir S. Sigurðsson sæti hans. Næstu árin var svo unnið við húsin í Neðstakaupstað eftir því sem fjármunir leyfðu. Árið 1979 og 1990 veitti bæjarstjórn ekkert fé til verkefnisins og þá lágu fram- kvæmdir niðri bæði árin. 1980 var svo hafist handa á ný. Þá var völundurinn Arnór Stígs- son frá Horni ráðinn til starfa við smíðina og starfaði hann að verkinu næstu 20 árin. Jafnframt var Jóni Sigurpálssyni, safnstjóra byggðasafns, falin umsjón með verkinu og ffamkvæmdum á svæðinu. Viðgerð Faktorshússins lauk 1984 og þá sneru menn sér að Turnhúsinu sem var mjög illa farið eftir áratuga notkun sem saltfisk- verkunarhús og þurfti mjög að rétta veggi og endurnýja mikið í húsinu. Sjóminjadeild Byggðasafns Vestfjarða var formlega opnuð í Turnhúsinu á sjómannadaginn 1988. Húsasamstæðan við Hafnarstræti 2 er í svokölluðum Jugend-stíl og gefur miðbæ ísafjarðar einstakt yfirbragð. Árið eftir hófst svo viðgerð Tjöruhússins. Þar komu Strandamenn aftur við sögu því Pétur Guðmundsson í Ofeigsfirði vann allan plankavið til viðgerðarinnar úr rekaviði af Ströndum. Framkvæmdum lauk við Tjöru- húsið 1995 og þar er nú einn vinsælasti veitingastaður landsins. Þegar framkvæmd- um lauk við Tjöruhúsið var hafist handa við Krambúðina og margvíslegar endurbætur gerðar á henni. Þegar framkvæmdir við verslunarhúsin í Neðstakaupstað höfðu staðið í 16 ár nam kostnaður 15 milljónum á verðlagi hvers árs og hlutur bæjarsjóðs ísafjarðar var 43%. Annað tókst að fjármagna með styrkjum frá ríkissjóði, Þjóðhátíðarsjóði, Húsafriðunar- sjóði og Byggðasjóði. Naut nefndin ómældr- ar velvildar allra þessara aðila. GÖMLU HÚSIN SETJA SVIP Á BÆINN Þegar aðkomumaður lítur yfir Eyri við Skut- ulsfjörð 35 árum eftir að nefndin hófst handa sést fljótlega að eitt af því sem gefur Isafirði það yfirbragð lítillar stórborgar sem hann hefur eru gömlu húsin. Stolt og prýði ísa- fjarðar í dag er vandlega uppgerður Neðsti- kaupstaður þar sem sjóminjasafn og einn af vinsælustu veitingastöðum landsins í Tjöru- húsinu draga að sér ferðamenn í þúsundatali. Allt hefur áhrif og þótt áminnst húsfrið- Túngatan er enn ein bæjarprýðin. Þar er ein fegursta götumynd sem finnst í íslensku þéttbýli með reisulegum íbúðarhúsum sem flest eru byggð á fyrri helmingi 20. aldar. unarnefnd hafi einungis starfað að endur- byggingu og varðveislu Neðstakaupstaðar þá hafa margvíslegar aðgerðir fýlgt í kjölfarið og breytt ásýnd ísafjarðar til hins betra. I miðjum kaupstaðnum standa svo tvö hús allgömul verslunarhús frá 1873 og faktorshús frá 1788 sem tilheyra Hæstakaupstað. Bæði þessi hús hafa verið gerð upp og í faktorshús- inu er starfræktur veitingastaður og gisting. Edinborgarhúsið rétt við höfnina, sem áður var vörugeymsla og fiskverkunarhús, hýsir nú upplýsingaskrifstofu, veitingastað og menningarmiðstöð og er sannkölluð bæjar- prýði. Gamla sjúkrahúsið, sem Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt árið 1925, hefur fengið nýtt h'f. Þar er nú bókasafn, skjalasafn og sýningarsalur og forkunnar- fagurt húsið laðar til sín þverskurð af ísfirsku samfélagi dag hvern. TÚNGATAN ER HANDAVERK HEIMAMANNA Fyrir röð tilviljana var aldrei byggt á túninu umhverfis sjúkrahúsið og þess vegna nýtur það sín eins vel og raun ber vitni og stendur í sínu næmmhverfi nákvæmlega eins og það gerði í upphafi. Að neðan figgur kirkjugarð- urinn að túninu en að ofan Túngatan sem er enn ein bæjarprýðin. Þar er ein fegursta götumynd sem finnst í íslensku þéttbýli með reisulegum íbúðarhúsum sem flest em byggð á fýrri helmingi 20. aldar. Margir sem koma til Isafjarðar halda að það sé sniUingurinn Guðjón Samúelsson sem á heiðurinn af þessari smekklegu götumynd en svo er ekki. Þetta er handaverk heimamanna og em tveir smiðir sem áttu stærstan þátt í því. Annar er Jón H. Sigmundsson og hinn er Páll Kristjánsson frá Stapadal. Þess má þó geta að þegar Guðjón Samúelsson teiknaði sjúkrahúsið rissaði hann upp götumynd Túngötunnar sem ber þann svip sem sést í dag. Þannig má segja að smiðirnir góðu hafi verið trúir hugmyndum Guðjóns. Síðast en ekki síst mætti nefna húsin við 6. tbl. 2013 SKÝ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.