Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 53
ÁSGERÐUR ÓLÖF ÁSGEIRSDÓTTIR NEMANDI í MENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI
r
■i
1]
Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir nemandi í fjórða bekk Menntaskólans á Akureyri fór með sigur af hólmi í
ræðukeppni sem haldin er árlega á vegum ESU, (English Speaking Union) og Félags enskukennara á íslandi.
Ræðumenn flytja ræður sínar á ensku.
TEXTI OG MYND MARGRET ÞORA ÞORSDOTTIR
Asgerður komst upp úr æsispennandi
undanriðli og í sjálf úrslitin en þar
öttu kappi fulltrúar frá Fjölbrauta-
skólanum í Armúla, Verslunarskóla Islands,
Menntaskólanum við Hamrahlíð og
Menntaskólanum á Akureyri. Ásgerður
sigraði með glæsibrag. Það þýðir að hún mun
sem fuUtrúi íslands taka þátt í stórri ræðu-
keppni í London næsta vor og etja þar kappi
við fuUtrúa ríflega 50 annarra þjóðlanda.
„Eg hef verið í þessu nokkur undanfarin ár
og hef mjög gaman af,“ segir Ásgerður. Hún
hefiir aðstoðað ræðulið MA sem m.a. tekur
þátt í Morfís keppnum og segir að liðinu hafi
gengið ágædega undanfarin ár. Hún hefur
um árin haft mikinn áhuga fýrir leiklist og
var m.a. í stjórn Leikfélags Menntaskólans á
Akureyri, LMA.
Ásgerður hafði hug á að vera með í keppn-
inni í fyrrahaust, en þá hittist svo á að hún var
haldin á sama tíma og Morfis. Sem varð ofan
á í það skiptið. „En núna ákvað ég að taka
þessa keppni framyfir og sé alls ekki eftir því,“
segir hún. Umræðuefnið í keppninni í ár var:
Ideas are our Greatest Weapons.
MALALA YOUSAFIZAI
BARÁTTUSTÚLKA FRÁ PAKISTAN
Ásgerður bar í ræðu sinni saman aðstæður
sínar við þær aðstæður sem Malala Yousa-
fizai, baráttukonu frá Pakistan sem barist
hefur fyrir menntun stúlkna þar í landi og
vakið heimsathygli. „Það er óh'ku saman að
jafna, við búum við afskaplega ólíkar aðstæð-
ur, Malala hefur engan aðgang að menntun
og þarf að beqast til að fá að læra, en hér á
íslandi geta þeir sem kæra sig um gengið inn
í gott menntakerfi og aflað sér þeirrar
menntunar sem hugurinn stefnir til,“ segir
Ásgerður.
„Ég átti ekki von á að vinna þegar ég
ákvað að taka þátt í keppninni, en mér leið
mjög vel, umræðuefnið var áhugavert og
skemmtilegt og féll mjög vel að mínum
áhugasviðum. “
Nú er stefnan sett á London, þar sem fram
fer ræðukeppni 14. maí 2014 en í henni taka
þátt fúlltrúar vel yfir 50 þjóðlanda. Umræðu-
efnið þar verður: Imagination is more im-
portant than knowlegde. Ásgerður segir að
Enskudeild MA muni aðstoða sig við undir-
búning Kkt og hún gerði fyrir keppnina hér
heima.
ENN AFSLÖPPUÐ GAGNVART
KEPPNINNI í LONDON
„Enn er ég afslöppuð gagnvart keppninni úti
og er ekki byijuð að undirbúa mig formlega,
en auðvitað er það svo að undirmeðvitundin
vinnur með manni, oft grípur maður eitthvað
upp sem lesið er eða maður heyrir eða sér og
það gerjast innra með fólki og nýtist ef til vill
síðar. Eg er á einhvem veginn þannig stigi
núna. Ég veit hins vegar að þetta verður mjög
erfitt, þar verða gríðarlega margir þátttakendur
og hluti þeirra hefur ensku að móðurmáli og
standa því betur að vígi en við hin sem eigum
önnur móðurmál. Ég æda samt ekki að láta
neitt pirra mig, ég fer út með það markmið að
hafa gaman af en kannski fyrst og fremst tíl að
læra af þessu,“ segir Ásgerður sem fljódega
eftir heimkomuna úr ræðukeppninni í Lond-
on tekur stúdentspróf og félagsfræðideild og
brautskráist frá Menntaskólanum á Akureyri.
„Ég stefni að því að ferðast til údanda, fara
í heimsreisu,“ svarar hún spurð um áform að
loknu stúdentsprófi. ,jVhg langar að skoða
mig um í heiminum fyrst á meðan tækifæri er
til og síðar mun ég eflaust setjast aftur á
skólabekk." SKÝ
6. tbl. 2013 SKÝ 53