Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 12

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 12
Óttar segist vera þannig gerður að hann reyni að prófa allt sem honum býðst að prófa innan skynsam- legra marka og honum bjóðist að prófa eitthvað sem honum lítist ekki á hefur hann tilhneigingu til að prófa það samt. „Eins og einhver orðaði það: Björt fram- tíð er uppfærða útgáfan af Besta flokknum. Besti flokkurinn var viðbrögð beint úr maganum við hruninu og því ástandi sem skapaðist í kjölfar þess og hugsunin var fyrst og fremst að hafa áhrif á pólitíkina, ekki að taka hana yfir eða taka þátt í henni. Björt framtíð er skipulagðari, meira í ætt við stjórnmálaflokk en samt höfiim við ennþá sömu markmiðin sem er að nota heilbrigða skynsemi og láta verkin tala. Og það er þörf á stjórnmálaafli með nýjar og öðruvísi áherslur en bara vinstri eða hægri. Þegar ég var unglingur löguðu menn allar sínar lífsskoðanir, fötin sín og allt eftir því hvorum megin á vinstri-hægri ásnum þeir töldu sig vera. Björt framtíð skilgreinir sig sem frjálslyndan flokk fyrst og fremst og vill alls ekki staðsetja sig á vinstri-hægri línunni. Við viljum vera frjálslynd í skoðunum og finnst að fólk ætti að fá að ráða sér sjálft eins og það mögulega getur. Svona rólegt pönk má segja.“ í LANGTÍMA SJÁLFSLITGREININGU Ottarr talar um að velja föt eftir stjórn- málaskoðunum en sjálfur hefur hann sér- stakan fatasmekk og vílar ekki fyrir sér að koma fram á hælaskóm og með litríka barðastóra hatta þegar hann kemur fram í gervi prófessorsins á Diskóeyju Braga Valdimars Skúlasonar eða með Dr. Spock. Hann klæðir sig einnig fallega utan sviðs- ins, þannig að það vekur eftirtekt. „Ég verð meiri tískudrós með aldrinum. Þegar ég var unglingur var pönkið í al- gleymingi og því rytjulegri og fiirðulegri sem maður var því betra. En ég hef reynt í seinni tíð að vanda mig við að klæða mig og þegar maður er að vanda sig við eitt- hvað, af hverju þá að gera það eftir línu einhvers annars? Ég hef mjög gaman af því að prófa mig áfram. Ég var mikið svartklæddur um tíma en nú er ég hægt og rólega að leita að litnum í sjálfum mér og er í langtíma sjálfshtgreiningu. Annars er mjög erfitt að sinna einhverju öðru með- fram stjórnmálum og ég hef þurft að berjast við að detta ekki algerlega út úr bókunum og tónlistinni. Mér hefur tekist að koma að tveimur, þremur plötum síðan 2010 þegar ég datt í pólitíkina. Eg reyni að hitta félaga mína til að spila og semja alla- vega einu sinni í viku en það gengur brösulega enda mikið að gera hjá öllum. En ég vona að ég geti haldið áfram að sinna því sem mér finnst skemmtilegt,“ segir Óttarr Proppé að lokum og við von- um að honum eigi eftir að halda áfram að finnast skemmtilegt í pólitíkinni því hún er svo sannarlega skemmtilegri þegar hann er þar. SKV Ég verð meiri tískudrós með aldrinum. Þegar ég var unglingur var pönkið í algleymingi og því rytjulegri og furðulegri sem maður var því betra. En ég hef reynt í seinni tíð að vanda mig við að klæða mig og þegar maður er að vanda sig við eitthvað, af hverju þá að gera það eftir línu einhvers annars? 12 SKÝ 6. tbl. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.