Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 11
Besti flokkurinn hefur veriö lagöur niður og Björt framtið kemur í hans stað. Óttarr gekk til liðs við
Bjarta framtíð fyrir síðustu alþingiskosningar og situr nú á þingi fyrir flokkinn.
formið á hljómsveitinni Dr Spock sem
fram að því hafði einkum haldið brjálaða
tónleika í pínulitlum kjöllurum fyrir mjög
sértækan hóp. Þannig að það var mjög
skemmtilegt.“
I seinni tíð er Ottarr einnig þekktur sem
keppandi fyrir hönd Reykjavíkur í Utsvari.
„Utsvarið geri ég að hluta til af skyldu-
rækni sem hluta af starfmu en svo er ég
líka heilmikið nörd og hef gaman af því að
keppa í visku og sérvisku. Það er mesta
furða hvaða vitneskja leynist stundum
þarna inni og eins fróðlegt á hverju maður
gatar. Þegar ég fer í Útsvar er ég alltaf
hræddur um að muna ekki eitthvað sem ég
á að vita. Muna ekki nafnið á einhverjum
sem ég þekki til dæmis eða ruglast á plöt-
um sem ég hef sjálfur sungið inn á og svo
framvegis. Ef það gerist er það mjög pirr-
andi en mjög þroskandi og ég hef kynnst
nýjum hliðum á sjálfum mér bæði í
Söngvakeppninni og Utsvari."
ENDALOK BESTA FLOKKSINS
Þeir félagar Jón Gnarr og Óttarr Proppé
hafa verið samferða í ýmsum ævintýrum
gegnum tíðina og ekki síst síðan þeir tóku
saman sæti í borgarstjórn árið 2010. Nú
skiljast leiðir þar sem Jón Gnarr ákvað að
hætta í pólitíkinni eftir að þessu kjörtíma-
bili í borginni lýkur en Óttarr færði sig um
set í pólitíkinni og situr nú á Alþingi. Þrátt
fyrir það skilur Óttarr ákvörðun Jóns
Gnarr mjög vel.
„Ég held að við höfum öll í Besta
flokknum farið í gegnum öll stig áfalla-
fræðinnar dagana fyrir og eftir kosning-
arnar 2010 þegar það var orðið ljóst hvern-
ig færi og að við þyrftum að standa undir
þessu. Ég held að fæstir hafi gert sér grein
fyrir því, nema kannski Jón, að þeir þyrftu
að setja allt sitt til hliðar og hella sér út í
borgarmálin af lífi og sál.Til þess að vera í
borgarstjórn þarftu að setja allt annað til
hliðar. Þú hættir í þínu fagi, hættir að
koma heim á kvöldin og þetta var erfitt
fyrir okkur öll en sérstaklega Jón. Hann er
svo frjór og alltaf með fimmtíu brandara,
tvær bækur, leikrit og sitthvað fleira í
hausnum og það hefur verið honum erfitt
að fá ekki útrás fyrir þetta allt saman. Svo
er starf borgarstjórans 28 tímar á sólar-
hring þannig að ég held að hans ákvörðun
sé ekki síður gagnvart fjölskyldunni. Ég er
barnlaus og konan mín er mjög upptekin
og vinnur líka stundum á kvöldin svo ég
átti auðveldara með að taka meiri tíma á
þessum vettvangi. Svo er ég líka forvitinn
að eðlisfari og finnst ég læra mjög mikið á
þessu svo vonandi er maður að verða að-
eins skárri í að gera eitthvert gagn. En ég
velti ákvörðuninni vel fyrir mér. Það er
nauðsynlegt fyrir alla stjórnmálamenn að
spyrja sig reglulega: af hverju er ég hérna
og er ég að gera gagn? Og ég tek þá sam-
ræðu við sjálfan mig og mína reglulega.
Maður má alltaf segja nei.“
FRAMTÍÐIN BJARTA
Besti flokkurinn hefur verið lagður niður
og Björt framtíð kemur í hans stað. Óttarr
gekk til liðs við Bjarta framtíð fyrir síðustu
alþingiskosningar og situr nú á þingi fyrir
flokkinn.
6. tbl. 2013 SKÝ 11