Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 28

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 28
, SKHDAPERLUR ISLANDS Björgvin Björgvinsson einn þekktasti skíðamaður íslands fyrr og síðar lýsir hér kostum helstu skíðasvæða íslands. TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: ÝMSIR Björgvin býr á Dalvík og segir að sér finnist skíðasvæðið á Dalvík vera besta æfingasvæðið á landinu. Hann segir að þar skapist oft góðar aðstæður og því sé gott fyrir krakka, sem æfa og keppa á skíðum, að vera þar. „Brekkurnar á Dalvík eru millibrattar - ekkert of flatar og ekkert of brattar. Mér fmnst persónulega skemmtilegast ef brekkur eru þannig. Svæðið er líka ágætt túristalega séð. Það er alveg við sjávarmálið; brekkan byrjar um 40 metra frá sjávarmáli en flest önnur skíðasvæði á landinu byrja í 400-500 metra hæð. Þarna eru tvær skíðalyftur og eru sjaldan miklar biðraðir." Björgvin segir að Hlíðarljall við Akur- eyri sé hins vegar mun stærra svæði og meira túristasvæði og klárlega það besta á landinu hvað það varðar. „Þetta eru tvö ólík svæði, Dalvík og Akureyri. Á Akur- eyri er t.d. skemmtilegur bjálkakofi í Strýtunni sem getur skapað svona fjalla- kofastemmningu eins og er t.d. mikið úti í Austurríki.“ Hann segir að sér finnist skíðasvæðið við Sigluijörð einnig vera mjög flott. „Brekk- urnar á Siglufirði eru frábærar; þær eru langar og fjölbreyttar. Eg get ekki gefið skíðaskálanum voðalega góða einkunn en það stendur víst til bóta. Það á að fara að byggja nýjan skála sem verður byrjað á næsta sumar og hann verður víst mjög flottur." Um skíðasvæðið við Olafsfjörð segir hann: „Það er lítið og við bæjardyrnar líkt og á Dalvík sem hefur þann kost að vera sérstaklega aðgengilegt t.d. fyrir börnin, þau geta sjálf komið sér á skíði og þurfa 28 SKÝ 6. tbl. 2013 ekki að vera öðrum háð. Þar er ágætis æfingaaðstaða, brekkan er voðalega stutt en það er samt fínt fyrir æfmgakrakka að æfa þar. Það hefur meðal annars alið af sér marga góða skíðamennina, meðal annars Kristin Björnsson.“ Hann segir Oddsskarð vera mjög fínt svæði. „Það er engin spurning. Það eru langar og flottar brekkur í Oddsskarði; mikið landslag og skemmtilegir hólar og hæðir. Skíðaskálinn er ágætur.“ Hann talar líka um Seljalandsdal við Isafjörð. „Það er fínasta skíðasvæði og flottar brekkur; Skíðaskálinn er líka fínn og temmilega stór. Skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók er voðalega svipað og á Dalvík; fínt æfinga- svæði og mjög góðar brekkur. Þar er ein lyfta og sjaldan biðraðir nema þá yfir góða daga.“ Svo eru það skíðasvæðin í grennd við höfuðborgina. „Brekkurnar eru ekkert voðalega langar í Bláfjöllum. Svæðið væri miklu betra og ömggara skíðasvæði ef þar væm t.d. snjóbyssur; þá væri þetta mjög gott og myndi án efa hjálpa til við að fjölga í íþróttinni.“ Hann segir að Skálafell sé flott skíðasvæði en gleymd perla. „Það er bara svoleiðis." Þau eru mörg góð skíðasvæðin en aug- ljóst að hjá honum er Dalvík í uppáhaldi enda þekkja fáir svæðið betur en einmitt hann. Þangað fer Björgvin oft með fjöl- skyldunni - og á nóg af skíðum til að velja úr en velur gjarnan eftir aðstæðum hverju sinni, ýmist keppnisskíði, púðurskíði, fjallaskíði, leikskíði eða jafnvel snjóbretti. „Ég á allavega rosalega mikið til að leika mér á í fjallinu." SKÝ s,guufjörður Flott svaeði, brekkurnar frábærar. langar og fjolbreyttar Skíðaska.nn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.