Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 35

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 35
er ég ekki búinn að mennta mig eins og ég hefði gjarnan viljað en það er ekkert of seint. Eg lærði á annan hátt í gegnum ferilinn og tel mig búa að gríðarlegri reynsu á svo mörgum sviðum sem koma til með að nýtist mér áfram í lífinu.“ ÞRÍR SYNIR OG TVÖ FYRIRTÆKI Það tók annað við. Björgvin hafði stofnað fyrirtækið Skíðasport með tveimur öðrum þremur árum áður en hann hætti í atvinnu- mennskunni og lagði enn meiri áherslu á fyrirtækjareksturinn eftir að hann lagði skíðakeppnisskóna á hilluna. „Skíðasport sérhæfir sig í keppnis- skíðum, almenningsskíðum og alls kyns skíðabúnaði svo sem stöfum, fatnaði og hjálmum. Við flytjum inn þessar vörur og seljum þær á netinu á skidasport.is og erum í rauninni með svokallaða bílskúrs- sölu. Við ákváðum að fara þessa leið til að halda verðinu niðri en margir kvarta undan því að skíðabúnaður sé orðinn svo dýr.“ Björgvin og Jóhann Haukur Hafsteins- son stofnuðu svo þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing á þessu ári. „Fyrirtækið er staðsett á Siglufirði þar sem við erum í samstarfi við hótel og fáum við þyrlur frá Reykjavík til að koma fólk- inu upp á fjallatoppana." Þeir félagar eru leiðsögumenn í ferðunum. Þetta er ekki allt. Björgvin þjálfar einnig börn og unglinga hjá Skíðafélagi Tinda- stóls á Sauðárkróki. Sambýliskona hans til 18 ára er Harpa Rut Heimisdóttir og eiga þau þrjá syni. Sá elsti er fimm ára, miðjustrákurinn er tveggja ára og sá yngsti fæddist í október á þessu ári. Þeir eldri eru þegar farnir að renna sér á skíðum. Elsti sonurinn var þriggja ára þegar hann fór fyrst á skíði og miðjustrákurinn var tveggja ára. „Þeir verða örugglega alveg á fullu í vetur. Sá yngsti kúrir hins vegar væntanlega í vagninum þennan veturinn. Eg vona að þeir verða harðir skíðamenn í framtíðinni. Kannski verða þeir bara allir saman í landsliðinu. Eg verð vonandi orðinn ríkur þegar að þeim tíma kemur.“ Hann segir gildi skíðaíþróttarinnar sem fjölskyldusports vera mikið. „Fjölskyldan getur verið saman uppi í ijalli, skíðað allan daginn og svo sannarlega notið samveru- stundarinnar sem er svo mikilvægt nú til dags.“ SKÝ Vetrarhátíðin Eljagangur haldin á Akureyri Vetrarhátíðin Éljagangur verður haldin í fjórða sinn á Akureyri dagana 13. til 16. febrúar 2014 og segir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu, að undirbúningur sé þegar kominn í fullan gang. TEXTl: MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR Það verður líf og fjör á Akureyri þessa daga, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg frá því hún var fyrst haldin fyrir fjórum árum og sífellt bætast við skemmtilegir viðburðir," segir María. Hátíðin hefur laðað til sín fjölda gesta sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga fyrir útivist og vetraríþróttum af ýmsu tagi. NJÓTUM VETRARINS „Það er um að gera að stytta sér stundir í skammdeginu og njóta vetrarins, hann hefur upp á heilmargt skemmtilegt að bjóða. Viðburðir á vetrarhátíðinni okkar eru margvíslegu tagi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir María, en nefna má keppnir þar sem skíði, bretti, skautar og sleðar koma við sögu. Snjókarlinn Frosti sem reistur er á miðju Ráðhústorgi verður stærri og meiri með hverju árinu og líkur á að hann verði glæsilegri en nokkru sinni fyrr þegar vetrarhátíðin Eljagangur 2014 verður sett i febrúar næstkomandi. SKV 6. tbl. 2013 SKÝ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.