Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 47

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 47
TONLIST TEXTI: EIRIK SÖRDAL Samsara / Samsara Útgefandi: Synthadelia Records UMTB<>-! Ultra Mega Technóbandið Stefán / ! Útgefandi: Geimsteinn / Jæja, þá er búið að jarðsyngja Lou Reed, þann hæfileikaríka hrokagikk, og engin von til þess að rokk og ról gangi í gegnum byltingu viðlíka þeirri sem hann magnaði. Nýjungarnar eru annars staðar, þótt rokkið lifi áfram og gott rokk verði alltaf gott rokk. Hljómsveitin Samsara verður seint vænd um að þekkja ekki til á þeim bænum, enda skipuð gömlum rokkhundum sem komið hafa víða við, með Michael Pollock í fararbroddi. Samsara verður heldur ekki sögð fara ótroðnar slóðir í sköpun sinni. Tónlistin er að meginstefnu blúsrokk sem sækir grimmt í arfinn frá Chuck Berry til Rolling Stones og þaðan til Primal Scream, í bland við hetjugítarsóló glysrokksins og svipsterkar hálsskriður í anda Santana. Á köflum nær sveitin upp sæmilegri keyrslu og hinn lífræni hljómur, sem leitar jafnvægis á milli tónleika og hljóðvers, hentar henni vel. Upphafslögin tvö, All the \Nay og Bayou eru þannig að hlustandinn geturnánastséðfyrirsérpírðauguogstútá vörum hljómsveitarmeðlima í góðu stuði. Sá mikli galli er þo á verkinu að þetta hljómar allt svo margtuggið og kunnuglega, og hlustandinn getur einnig séð fyrir sér sæg ballsveita sem sérhæfa sig í þáþrá sjöunda áratugarins, fjáröflunardansleik hjá Harley-klúbbnum í Gentofte eða línudans á Fiskidaginn mikla, þar sem minna máli skiptir hvort lagið er eftir Reed, Smith, Dylan, Richards eða Samsara. Það er auðvitað allt í lagi en engu að síður er mikill söknuður að hinu óvænta og eftirminnilega á þessari plötu. Við það bætist svo að textarnir eru fremur rýrir og klifa á allmörgum klisjum rokksögunnar, án greinanlegrar kaldhæðni. Rólegri lögin, Squeeze og Separatlon Blues, virka öðrum betur og hið síðarnefnda hefur meira af þeim trúverðugleika sem texta og söng annars skortir. Hið óvænta gerir þó ærlega endurkomu í stórfurðulegu lokalagi, en undir allt öðrum formerkjum en vonast var eftir. Lagið 24/7 er algjörlega úr takti við allt sem á undan er gengið, þótt hressandi sé. Skyndilega fara rappararnir Marlon Pollock og Jói Dagur með rímur yfir heldur gerilsneyddu fönklagi og útkoman er engan veginn á pari við betri lög sem þeir hafa gert með hljómsveit sinni, Þriðju hæðinni. Hugtakið Samsara kemur úr sanskrít og mun tengt við hringrás lífsins og hina sífelldu endurtekningu í austrænum trúarbrögðum. Það er nokkuð viðeigandi en sveitin ætti að hætta á að brjótast út úr endurtekningunni, þótt þessi plata sé ekki alslæm og rati vonandi til þeirra sem eru á svipaðri bylgjulengd og hljómsveitarmeðlimir.SKV Ég heyrði fyrst lagið Story of a Star með Ultra Mega Technóbandinu Stefáni hjá vini mínum. Hann vildi meina að tónleikar með því væru eins og partý með ofvirkum unglingum þar sem einhver hefði falið lyfin. Ég fékk aldrei tækifæri til að sannreyna það, en þetta tiltekna lag var eins og sléttfull matskeið af Sanasól. Það var sama fyrir hvern ég spilaði lagið; alltaf kom bros á vör áheyrandans, sem oftar en ekki byrjaði að dilla sér eftir því sem aðstæður leyfðu. Platan Circus kom svo út árið 2008 og var uppfull af tölvugerðum hressleika. í dag eru meðlimirnir komnir af táningsaldri og hafa loks ákveðið að fylgja henni eftir með /. Laglínur UMTBS einkennast af hljómgervlum sem minna á tölvuleikjastef níunda áratugarins, þýskt eða hollenskt teknóruslpopp þess tíunda, í bland við bjagaðar gítarsyrpur og mennskan trommuleik með og án trommuheila. Annað höfuðeinkenni á tónlistinni er sérstæður flutningur Sigurðar Ásgeirs söngvara, sem sveiflast á milli öskuraría og óekta helíumradda, og gerirvel. UMTBS nýtur aðstoðar Arnórs Dans, söngvara Agent Fresco í hinu fjöruga upphafslagi Babylon. I Delerium er þó skrúfað enn betur upp í græjunum og það inniheldur öll fyrrnefnd einkenni, með laglínu sem segir „Load Game" á tungutaki Commodore 64k. Þessi plata er sérlega vel heppnuð fyrir þær sakir að hljómsveitin hefur vaxið á sumum sviðum, án þess þó að glutra niður þeirri tryllingslegu orku sem stafaði frá henni í upphafi. Lagasmíðar á I eru þannig fjölbreyttari en á Circus, eins og heyrist vel á hinu rokkaða Sunyata og fallegu lífsleiðaballöðunni Nothing Makes Me Happy. Sveitin fer fimlega bæði með hið gleðilega dansvæna popp og drungalegri tóna, gjarnan í einu og sama laginu. Það skemmir svo heldur ekki fyrir að textamir eru margir hverjir áhugaverðir og skemmtilega tvíræðir, eins og orðin við Squared og Binaries. SKV 6. tbl. 2013 SKÝ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.