Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 45
væri ágæt en þeir sem raunverulega réðu í
bænum væru auðvitað Jón Páll og Gunnar í
Brunabót.
„Sjálfsagt er rétt að þetta starf í Neðsta-
kaupstað hafi smitað út frá sér. Þegar menn
sáu hvað þetta tókst vel þá var farið að taka í
gegn hin og þessi hús í bænum sem áður var
farið að hnigna,“ segir Jón Páll.
Húsaþyrpingin í Neðstakaupstað á enn
eftir að taka einhveijum breytingum þegar
byggt verður nýtt hús rétt við gömlu húsin
en þar á Byggðasafn Vestfjarða að vera til
húsa og kallast á við Sjóminjasafnið í Turn-
húsinu. Búið er að steypa grunn hússins og
reisa hluta þess sem Hjörleifiir Stefánsson
arkitekt hefiir teiknað en Hjörleifur er einn
helsti sérfræðingur Islands þegar kemur að
gömlum húsum og endurbyggingu þeirra.
Hann hefur unnið mikið með Húsafriðunar-
nefnd Isafjarðar að endurreisninni í Neðsta.
Gömlu verslunarhúsin í Neðstakaupstað
eru elstu samstæðu verslunarhús sem enn
standa á Islandi og sem heild eiga þau sér
enga hliðstæðu lengur. Víða um land voru
reist verslunarhús, pakkhús og íbúðarhús á
svipuðum tíma en fá hafa bjargast frá eyði-
leggingu. Þetta sýnir ef til vill betur en annað
hve einstakan ^ársjóð ísfirðingar og þjóðin
öll á í þessum gömlu húsum.
ÞAU SEM EKKI TÓKST AÐ BJARGA
- En misstu Isfirðingar af mörgum húsum
sem hefði átt að friða? „Ekki held ég að það
hafi verið. Mér kemur helst í hug Naustið í
Hæstakaupstað sem Björgvinjarmenn byggðu.
Meðan eldstó var í hveiju herbergi kom fýrir
að hús brunnu og nokkur falleg hús hurfu í
slíkum óhöppum hér eins og annars staðar.
Mesta eftirsjáin var auðvitað í Felli."
Fell var sérlega fallegt og reisulegt hús, eitt
hið stærsta á ísafirði, með turnum og út-
skotum. Það stóð við Hafnarstræti á ísafirði
og setti mikinn svip á aðalgötuna. Fell brann
til kaldra kola í byrjun júní árið 1946 og
létust fimm manns í brunanum.
- En ertu sáttur við þær breytingar sem
hafa orðið á svipmóti bæjarins sem hafa
orðið með nýbyggingum sunnan Hafnar-
strætis síðustu 20 árin? ,Já, mér finnst þetta
hafa tekist tiltölulega vel. ísafjörður er einn
fárra bæja af þessari stærð sem á torg eins og
Silfurtorgið. Mér finnst hafa tekist vel að
loka því. Sumir eru ósáttir við hvernig útsýn-
ið yfir Pollinn var tekið af torginu með hótel-
Gömlu verslunarhúsin
í Neðstakaupstað
eru elstu samstæðu
verslunarhús sem enn
standa á íslandi og sem
heild eiga þau sér enga
hliðstæðu lengur.
inu en ég er ekki sammála því. Bæjarstjórnin
var hófsöm þegar verið var að leyfa byggingar
við Pollgötuna. Að vísu má vel segja að húsið
þar sem Neisti stóð sé óþarflega stórt en þá
var kyrrstaða hér í atvinnulífinu og þá er
bæjarsljórnin oft viljugri en ella til að leyfa
stórar byggingar."
GAMLA SJÚKRAHÚSIÐ ER GIMSTEINN
Jón Páll segist vera sérlega ánægður með
breytinguna á gamla sjúkrahúsinu í bóka- og
skjalasafn.
„Það var mjög gott að hugmyndir um að
breyta húsinu í elliheimili náðu ekki fram að
ganga. Þá hefði þurft að saga niður veggi
innanhúss, breikka dyr eða gera lyftustokk.
Núverandi starfsemi sómir sér einkar vel í
húsinu og gæðir það lífi. Um tíma áður en
bygging nýja sjúkrahússins var hafin sáust
hugmyndir að viðbyggingum við gamla
sjúkrahúsið sem hefðu eyðilagt svip þess
algjörlega. Það stóð til að byggja rana eða
lága byggingu ofan fráTúngötu alveg að
húsinu og annan rana niður að kirkjugarði.
Sem betur fer varð ekki afþví.“
Jón Páll hefiir á langri ævi séð miklar
breytingar á ísfirsku samfélagi, ekki síður en
þjóðfélaginu í heild.
„Þegar ég var að alast upp hérna voru
gerðir út afar margir bátar og þá voru yfir
200 manns sem höfðu sjómennsku að
atvinnu. Eftir stríðið var farið að byggja hér
upp öfluga fiskvinnslu sem setti mikinn svip
á bæinn alveg til loka 20. aldar. Eg hygg að
óhætt sé að segja að ísfirðingar hafi verið í
fremstu röð bæði í botnfiskvinnslu og rækju-
iðnaði. Á þessu er orðin mikil breyting og
annar atvinnurekstur hefur tekið við.
Isafjörður er ekki lengur fiskiðnaðar- og
útgerðarbær. Hér búa ekki lengur 200
sjómenn en breytingin er eðlileg. Með
aukinni tækni hefur störfum fækkað í
fiskiðnaði eins og landbúnaði. Þegar ég fór
fyrst að starfa við togaraútgerð á dögum
ísborgarinnar voru 30 manns í áhöfn. A fyrstu
ámm skuttogaranna vom þeir að veiða ríflega
4000 tonn á ári með 15 manna áhöfn. Nú em
þessi hraðfiskibátar að bera að landi gífurlegan
afla yfir sumarið með fáum mönnum.
Hér á ísafirði hefur fjölbreytni í atvinnu-
lífinu aukist mjög mikið sem er af hinu góða.
Hér var einu sinni verslun á hveiju götuhomi
og kaupmennirnir bjuggu hér en nú em hér
tvær matvöruverslanir, önnur í eigu Keíl-
víkinga og hin í eigu einhverra sem enginn
veit hveijir em.
Hér hefur nú verið menntaskóli í 40 ár og
komið hingað háskólasetur og mikill fjöldi
sem stundar fjarnám gegnum þessar stofn-
anir.“
Jón Páll er hættur beinum afskiptum af
húsffiðunarmálum á ísafirði en á stuttri
ökuferð um bæinn er fljótheyrt að ekki
einasta kann hann utanbókar sögu flestra
húsa sem merk geta talist heldur hefur hann
fastar skoðanir á því hver ættu að vera næstu
verkefni þeirra sem tekið hafa við kyndl-
inum.
Við ökum niður í Neðsta og margt ber á
góma á leiðinni. Þama er húsið sem var flutt
frá Stekkeyri í Hesteyrarfirði, þama er
minnisvarðinn um Ásgeir kaupmann eldra
sem var reistur við sumarbústað Stigsmd
skipstjóra inni á Uppsalaeyri og var fallinn í
gras þegar Jón Páll og félagar hans tóku og
fluttu út í Neðstakaupstað.
Við reynum að horfa inn í ffamtíðina því
undir snjónum undir fótum okkar leynist
húsgmnnur. Þar skal rísa nýbygging í h'kingu
við Tjömhúsið og tengjast næsta húsi en
saman munu þau hýsa byggðasafn Vestfjarða
og mynda skjól fyrir torgið milli gömlu
húsanna. Þar sér Jón Páll fyrir sér að fram
muni fara útiskemmtanir og samkomur í
átjándu aldar sviðsmynd. Það er flókið og
erfitt verkefni að teikna hús sem á að byggja
við hliðina á einu samstæðu verslunarhúsa
frá tfmum dönsku einokunarkaupmannanna
sem enn standa á íslandi. Það hefhr Hjör-
leifur Stefánsson gert og fyrra húsið eftir
teikningu hans reis 2005 og kannski verður
byggt áfram næsta sumar.
„Ég veit ekki hvað verður. Eg fékk þann
heiður að taka fyrstu skóflustunguna að
þessari viðbót en svo kemur það í hlut ann-
arra að taka við,“ segir Jón Páll að lokum. SKV
6. tbl.2013 SKÝ 45