Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 37

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 37
AUGNHEILSA Það kom í Ijós að fólk í sólríkum löndum fékk að jafnaði ský á auga tíu árum fyrr en á íslandi og að hér var skýjamyndunin mest efst í auganu en í sólarlöndum neðst, í samræmi við stefnu sólargeislanna. Einar segir hrörnun í augnbotnum efsta á blaði um sjúkdóma sem valda sjónskerðingu. „Þetta er sjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á eldra fólk en er að hluta til erfðatengdur. Gríðarmiklar framfarir hafa orðið í meðferð hans sl. áratug, m.a. með lyfja- meðferð þar sem fyfi er sprautað í augað mánaðarlega. Með nýjum aðferðum hefur dregið verulega úr því sjóntapi sem fólk með alvarlega augnbotnasjúkdóma verður fyrir. Flestir fá vægara formið af sjúk- dómnum, þurra formið. Sumir fá vota formið sem er alvarlegra og því fylgir hætta á blæðingum í augnbotni sem geta valdið miklu og hröðu sjóntapi." Jafnhliða gríðarlegri framför í meðferð hefur orðið mikil aukning á umfangi sjúkdómsins og þetta er nú algengasta meðferðin á augndeild Landspítalans, eða um 3000 sprautur á ári. Einkenni sem fylgja votri augnbotnahrörnun eru e.k. bylgjusjón - dyrastafir verða t.d. bognir. „Það kom einu sinni til mín gamall sjó- maður sem sagðist sjá dæld í sjóndeildar- hringnum. Þegar slík einkenni koma er nauðsynlegt að leita læknis því þetta eru merki um vökvasöfnun undir sjónhimn- unni,“ segir Einar. BLIKUR Á LOFTI Fyrir um 90 árum sagði Helgi Skúlason læknir í ritgerð að blinda vegna gláku væri algengari á Islandi en annars staðar. Gláka er aldurstengdur sjúkdómur sem vel er hægt að meðhöndla og sjaldgæft er að fólk undir fertugu fái hana. Ráðist var skipu- lega gegn henni og leiddi Guðmundur heitinn Björnsson prófessor þá baráttu en hann skrifaði doktorsritgerð um gláku á 6. áratug síðustu aldar. Síðan fækkaði blindutilfellum jafnt og þétt. „Nú eru hins vegar blikur á lofti,“ segir Einar. „Fyrir um áratug fengu gleraugnasalar leyfi til að mæla fyrir gleraugum, sem þeir gera reyndar afar vel, en við það fækkaði kom- um til augnlækna til að mæla sjónina og leita að gláku. Nú erum við aftur farin að sjá fólk um sextugt með langt gengna gláku. Annað er að eftir sjónlagsaðgerðir getur hornhimnan hafa þynnst og við það verður erfiðara að mæla þrýstinginn í auganu og finna glákuna. Þetta er dálítið áhyggjuefni." Einkenni gláku er hægfara sjóntap sem byrjar yst í sjónsviðinu þannig að fólk verður ekki vart við það strax. Þetta er mikilvægt að meðhöndla snemma og fyrirbyggja því sjóntapið er ekki hægt að laga. SYKURSÝKI ÁHÆTTUÞÁTTUR Algengur sjúkdómur sem veldur augn- botnabreytingum er sykursýki. „Sem betur fer eru þeir fáir hér á landi sem verða fyrir sjóntapi vegna þess en mikilvægt er að þekkja vel áhættuþættina," segir Einar. „Þeir eru lengd sjúkdómsins, magn blóð- sykurs og blóðþrýstingur. Til er ágæt reiknivél fyrir áhættuna; www.risk.is. Helst þurfa allir að fara reglulega í augnskoðun svo hægt sé að greina augnbotnabreytingar á frumstigi. Sem betur fer er Island vel sett varðandi augnsjúkdóma vegna sykursýki, betur en flestar aðrar þjóðir. Það er eigin- lega hörmulegt að hugsa til þess að hægt sé að koma í veg fyrir blindu hjá tugþús- undum sykursjúkra sem ekki hafa sömu heilbrigðisþjónustu og við.“ „Ský á augasteini er algengt," segir Einar. „Það kemur á öllum aldri og í gamla daga þýddi það blindu eða sjónskerðingu en það er sjaldgæft nú, a.m.k. á Vestur- löndum. Ein afleiðing þess hvað þetta er algengt er langur biðlisti eftir aðgerðum." Stundum er kostur að vera í sólarlitlu landi. Ský á augasteini tengist að einverju leyti útfjólubláum geislum og var m.a. gerð á því alþjóðleg rannsókn sem Friðbert Jónasson augnlæknir stóð fyrir. Þar kom í ljós að fólk í sólríkum löndum fékk að jafnaði ský á auga tíu árum fyrr en við og að hér var skýjamyndunin mest efst í auganu en í sólarlöndum neðst, í samræmi við stefnu sólargeislanna. AUGNSLYS OG VARNIR Gleraugnanotkun hefur minnkað vegna sjónlagsaðgerða en Einar vili minna á að engin aðgerð er hættulaus. „Fólk þarf að bera virðingu fyrir skurðaðgerðum og muna að enginn sjúkdómur er svo slæmur að skurðaðgerð geti ekki gert hann verri. Ef passa á sjónina þarf að gera a.mk. þrennt: Hið fyrsta er að vera með hlífðar- gleraugu við aðstæður sem krefjast þeirra. Sem betur fer hefur augnslysum fækkað mjög um áramót — flestir eru með hlífðar- gleraugu þá. En það eru alltaf einhverjir guttar sem langar til að búa til sprengjur og gæta ekki að sér við sprengingarnar. Næst er það glákuleit. Fólk um fimmtugt á að fara til augnlæknis í augnskoðun varð- andi gláku. Sé gláka í fjölskyldunni er fjórfalt líklegra að hún komi upp. Hið þriðja er 4 ára skoðunin hjá börnum, þar sem leitað er að letiauga. Að jafnaði er einn í hverjum bekk með latt auga og ef brugðist er við á leikskólaaldri er hægt að laga það, en ekki síðar.“ SUMT Á EKKI AÐ GERA Einar heldur áfram: „Það sem fólk á EKKI að gera er að kaupa allskonar fæðubótar- efni og vítamín til að bæta sjónina, nema augnlæknir ráðleggi það í undantekningar- tilfellum. Vissulega er A-vítamín í gul- rótum en það er líka fullt af því í súkkulaði og okkur skortir svo sannarlega ekki A-vítamín. Annað sem á ekki að gera er að láta selja sér lithimnugreiningu en hún var fundin upp af ungverskum töfralækni fyrir hálfri annarri öld. Þetta hefur verið prófað vísindalega en aldrei neitt að marka það,“ segir Einar að lokum. SKV e.tbi. 2013 SKÝ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.