Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 44

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 44
42 en útvarpsstjóri gat ekki komið honum út og tók því það ráð að loka fyrir útvarpiö. Sættir tókust. Aðalþulurinn fékk skipunar- bréf fyrir embættinu, en því hafði honum verið lofað áður. Eitrað spritt reyndist vera á mörgum bæj- um í Skaftafellssýslu og víðar, en undanfar- ið höfðu nokkrir menn dáið af því að drekka það á nokkrum stöðum á landinu. Vaxandi orörómur um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar. 22. þ. m. baðst Hermann Jónasson lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hafði Framsóknarflokkurinn lagt fram frumvarp um lausn dýrtíðarmálanna og meðal annars krafist þess að grunnkaup yrði lögfest og hækkun kaups samkvæmt dýrtíðarvísitölu bannað. Alþýðuflokkurinn neitaði að fylgja þessu. Sjálfstæðisflokksráðherrarnir höfðu fyrst lýst sig fylgjandi því, en síðar, snerist þeim hugur og tóku afstöðu á móti frum- varpinu. Ríkisstjóri neitaði að taka lausnar- beiðnina til greina fyr en séð yrðu úrslit máls- ins á alþingi. Ráðherrarnir héldu störfum áfram fyrst um sinn.

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.