Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Síða 57

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Síða 57
55 miklum og allir miklu stærri en áöur var, Sumir græða milljónir en aðrir tugi króna. Allir kaupa allt og allir selja allt. Stríðs- gróðamenn kaupa upp jarðir í heilum hrepp- um og húseignir eru seldar fyrir fimmfalt verð. Þeir einu, sem virðast veita breytingun- um fuila athygli eru uppgjafa gamalmenni, sem ekki geta tekið þátt í þessum tryllta dansi stríðsins, því að það er styrjöldin, sem veldur þessu, ógnirnar binum megin við höf- in. Við höfum gesti í landinu. Brezkt setv- lið, sem dvahð hefur hér í meira en hálft annað ár, bandarískt setulið, sem dvalið hef- ur hér í hálft ár og norskar liðssveitir, sem búnar eru að vera hér í ár. Sem hernumin þjóð getum við ekki vænzt þess að vera jafn frjáls í landi okkar og við áður vorum, og þó virðast allar aðrar hernumdar þjóðir hafa við allt önnur og verri kjör að búa en við. Okkur skort'r ekki neitt. Við höfum nóg til fæðis og klæðis. Við höfum frelsi um okkar innri mál og afkoma okkar, bæði sem einstaklinga og þjóðar, batnar dag frá

x

Árbók Hannesar á horninu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.