Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 15

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 15
inn samanburð við afrek Sunnlendinganna; talsvert Iakari í sprett- hlaupunum, en dálítið betri í stökkunum. Þolhlaup eru engin hjá Norðlendingunum og sameiginlegt er hjá báðum, að ekki er keppt í neinum köstum fyrr en á landsmóti U.m.f. I. 1911. I sambandi við fábreytni Akureyrarmótsins 1911 má geta þess, að glíman um Grettisbeltið og leikmót U.m.f. I. var háð í Reykjavík um þetta leyti, og ýmsir beztu íþróttamenn Norðlendinga höfðu farið til þeirrar keppni; hefir þetta að líkindum dregið úr fjölbreytni mótsins — og svo hitt einnig, að ýmsir af vöskustu íþróttamönn- um Norðlendinga voru þá utanlands að sýna ísl. glímuna í ýms- um löndum Evrópu. En eins og hér sunnanlands voru glímumenn þar líka þátttakendur í frjálsum íþróttum. Ég hefi þekkt ýmsa af íþróttamönnum Norðlendinga frá þessum árum, þ. á. m. Jakob Kristjánsson prentara. Hann var ágætur fimleika og glímumaður og vann oft í flokkaglímum á Ak., en hann hafði líka mikinn áliuga og þekkingu á frjálsum íþróttum. Þekkingu sína hafði hann að mestu eftir dönslcu íþróttabókinni, sem áður er getið, og hafði ágæta þekkingu á því, sem sú bók kenndi í sumum greinuin, eink- um göngu.. Mun óhætt að fullyrða, að þekking íþróttamanna á frjálsum íþróttum norðanlands hafi verið af sömu eða líkum rótuin runnin og bér sunnanlands og bafi því tilhögun öll og leikreglur verið líkar. Að siðustu skulu hér tilfærð afrek íþróttamanna í frjálsíþrótta- greinum þeim, sem keppt var í á LEIKMÓTI U.M.F.Í. 1911 — fyrsta landsmótinu. 100 m. hlaup: 1. Kristinn Pétursson 11,8 sek. 2. Geir Jón Jóns- son 12,2 sek. 3. Sigurjón Pétursson 12,4 sek. 402]/3 m. hlaup: 1. Sigurjón Pétursson 61,0 sek. 2. Geir Jón Jónsson 64,0 sek. 3. Magnús Tómasson 64,5 sek. 804% m. hlaup: 1. Sigurjón Pétursson. 2:19,0 mín. 2. Magnús Tómasson 2:21,0 mín. 3. Ólafur Sveinsson. Mílulilaup (7500 m): 1. Guðmundur Jónsson 28:02,4 mín. 2. Einar Pétursson 28:21,4 mín. 3. Jónas Snæbjörnsson 29:03,0 mín. 4. Helgi Tómasson. 11

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.