Heilbrigt líf - 01.12.1956, Qupperneq 9
Þegar við setjum bifreið í gang, notum við til þess örlítið
af hleðslu rafhlöðunnar, stundum meira, stundum minna,
eftir því hve auðveldlega vélin fer í gang. Á hliðstæðan
hátt starfar viðbragðshringurinn. Ef við stingum okkur í
fingurinn með nál, eyðum við örlitlu af rafmagnshleðslu
þess taugafrumuenda, sem fyrir stungunni verður. Þessi
afhleðsla færist í einu vetfangi eftir endilangri frumunni,
grípur yfir á næstu frumu í tauginni og síðan koll af
kolli upp til heilans, gegnum stöðvar hans og til baka
eftir hreyfingartauginni. Það, sem við köllum boð, er því
í raun og veru neikvæð (negativ) rafsveifla, sem að
lokum vekur viðkomandi vöðva til samdráttar og full-
komnar viðbragðið.
Hraðinn, sem rafsveiflan getur náð eftir tauga-
þræðinum, er allt að 300 kílómetrum á klukkustund. En
þrátt fyrir þennan mikla hraða, hljóta vakar okkar og
svaranir ætíð að koma í tímaröð. Meðvitundarlega
skynjum við því ætíð hvert atvik eftir að það hefur
gerzt, og mismunandi skjótt eftir því hversu skynfæri
okkar og taugakerfi eru í góðu viðbragðsástandi.
Nú finnst okkur e. t. v., að við getum varpað öndinni
léttar og slegið því föstu, að það, sem fram fer í tauga-
kerfi okkar og heila, sé ákaflega svipað því, þegar við
hringjum dyrabjöllunni hjá Jóni Jónssyni á Klapparstígn-
um, og bjalian glymur á einn og sama hátt, hvernig sem
á stendur, hvort sem við erum velkomin eða óvelkomin.
Því miður — eða því betur er málið ekki svo einfalt.
Bjallan hjá Jóni Jónssyni glymur ætíð á sama hátt. En
ef glettin saumakona stingur okkur með nál sinni, kipp-
um við að líkindum að okkur hendinni í fyrsta sinn, en í
annað eða þriðja sinn látum við sem ekkert hafi ískor-
izt. Hér skilur á milli taugakerfisins og bjöllunnar, og við
verðum að athuga þetta nánar.
Hið fyrsta, sem við verðum að gera okkur ljóst, er, að
Heilbrigt líf 47