Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 15
frumuhóp X og frumuhóp Y, þegar ég hitti þennan mann
fyrir norðan, verður allt önnur, ef ég sé hann á
Piccadilly. Heildarkerfunum ber því ekki saman, og ég
segist varla ætla að þekkja Melrakkasléttumanninn. Og
hann gefur þegar hina réttu skýringu, að ég hafi naum-
ast átt hans von þarna úti á Piccadilly. En heilafrumur
mínar hafa nú tileinkað sér nýja rafsveiflu, sem
lýtur að útvíkkunum á þeim staðsetningum, sem ég hef
hingað til átt í kerfum mínum um Melrakkasléttumanninn.
Ef til vill nægir þetta til þess að gefa í grófum drátt-
um hugmynd um viðfangsefni og starfsaðferðir hinnar
miklu reikningsvélar okkar, heilabarkarins, hvernig hann
raðar saman ákvörðunum hvers tíma í samræmi við
reynslu fortíðarinnar og heldur þeim til haga til frekari
tilvitnana, samanburða og ályktana. Með kerfisbundnum
endurtekningum skapast lögmál um áreiðanleika, sem
verða því tryggari, sem endurtekningarnar verða fleiri.
Þótt hver fruma í heilaberkinum starfi sem einstakling-
ur, verður hin stöðuga samræmd þess valdandi, að í reynd
gætir mest frumuhópa og kerfa. Við eigum eftir að sjá
það enn betur, hve kerfisbundin starfsemi er ríkur þáttur
í öllu heilastarfinu.
Sú trú var löngum ríkjandi, að heilinn væri eitt af þeim
líffærum, sem eigi mætti snerta án þess að valda fjör-
tjóni. Við höfum þegar séð, hversu vekja má heilastöðvar
með rafstraumi, en þaðan er skrefið stutt yfir í
skurðaðgerðir. Og vafalaust hafið þið öll heyrt getið um
skurðaðgerðir á heilanum og jafnvel líka um þær deilur,
sem staðið hafa um ágæti slíkra aðgerða, einkum fyrst
eftir að þær hófust.
Lítum sem snöggvast á hvað gerist í aðalatriðunum við
heilaaðgerðir. Ef numinn er á brott hluti af vöðvahreyf-
ingasvæði heilans öðrum megin, tapast þær hreyfingar á
mótsettri hlið, sem stjórnað er frá viðkomandi svæði.
Heilbrigt líf
53