Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 20

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 20
okkur bendingar um eðli hugsanastarfseminnar. Frá heil- um dýra, jafnvel þeirra, sem skynsömust eru talin, finn- um við aðeins fá og dreifð merki um þessa æðri starf- semi, þótt leitað sé með viðkvæmustu tækjum. Enn verðum við að grípa til samh'kinga. Á síðustu ár- um hafa verið gerðar ýmsar vélar til þess að reikna út upphæðir eða skrásetja tölvísindi á annan hátt, geyma niðurstöðurnar og skila þeim aftur, þegar þeirra er þörf. Þessi aðferð er ekki ný af nálinni, ljósmyndarinn, málar- inn og maðurinn, sem semur spjaldskrána, koma allir þekkingu fyrir til geymslu með mismunandi aðferðum, unz hennar er síðar þörf. Af þessum einfaldari tækjum er spjaldskráin einna notinvirkust, við getum útbúið spjöld- in á ýmsan hátt með götum og skörðum, sem gera okkur kleift að draga út í einni svipan öll spjöld, þar sem skráð eru ákveðin séreinkenni. En spjaldskrár eru eigi að síður seinvirkar og fyrirferðarmiklar, og á síðari árum hafa menn komizt upp á lag með að gera vélar, þar sem raun- veruleg skráning eða myndgerð fer ekki fram, heldur ákveðin spennubreyting, rafsveifla, sem hægt er að kalla fram á ný og skila þeim fróðleik, sem lagður var til geymslu upphaflega með hinni sömu rafsveiflu. Og fyrst um sinn getum við hugsað okkur heilann eins og risavaxna rafvél, þar sem fróðleikur er færður inn með rafmagni og fyrndur til síðari tíma notkunar. Eigi að síður verðum við að muna, að þetta er aðeins bráðabirgðarlíking. Stærðarhlutföllin ein færa okkur skjótt heim sanninn um það. Þær reikningsvélar, sem beztar hafa gerðar verið og ná í raun og veru undursamlegum afköstum, nota um 23 þúsund rafkerti og eyða mik- illi raforku. En heili mannsins, sem hefur 15 þúsund millj- ónir fruma, notar aðeins um einn tíunda hluta volts til allra þarfa sinna. Ef gera ætti reikningsvél með jafn- mörgum rafkertum og frumur eru í heilanum, þyrfti hún 58 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.