Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 23

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 23
svæði. Æðri heilastöðvar taka til starfa að samræma inn- send boð frá hverri nýrri frumueyju, sem vaknar til starfa, og skipuleggja samvinnu þeirra innbyrðis. Þannig tileink- ar heilinn sér æ fjölbreyttari kerfisbundin vinnubrögð eft- ir því sem reynsla barnsins vex. Reglubundin hrynjandi dags og nætur temst, og hátterni barnsins skipuleggst í vana, sem síðar eiga eftir að móta gjörvallt líf þess. Þannig hefst lærdómur mannsins. Ef við lítum til fortíðarinnar á ný, verður okkur Ijóst, að við þekkjum engin tímamót í þróunarsögunni né neitt afbrigði dýra, þar sem við getum sagt með fullri vissu, að lærdómur hafi hafizt. Líklegast er, að hér hafi verið um hægfara dögun að ræða, byrjun, sem tók árþúsundir eftir því sem tegundum fjölgaði og lífsskilyrði og hættur kröfðust aukinnar hæfni einstaklingsins. Innrás lagar- dýranna á þurrt land er áfangi á þessari leið. Diplodocus, sem minnzt var á í fyrsta erindi þessa flokks, hefur orðið að gera margar tilraunir og eyða löngum tíma, áður en hann lærði að halda mörg þúsund punda skrokki sínum í jafnvægi á þurru landi, og pterodactylus, sem er for- faðir allra fugla, mun hafa fengið marga byltu áður en flug hans varð fullkomnað. En í kapphlaupinu um lífs- möguleikana voru þessi dýr sigurvegarar um hríð, vegna þess að þau glímdu við höfuðskepnurnar sigursælli glímu, þar sem önnur virðast ekki hafa notið þroska reynslunnar á sama hátt. Hér var um að ræða frumhvöt og misjafnlega heppn- aðar tilraunir, sem eigi að síður ollu þróunarbreytingum í taugakerfinu. En þegar drengur er að læra á hjóli, sem er táknrænt lærdómsdæmi nú á dögum, er um að ræða áform, sem fyrirskipað er af æðri stöð í heilanum. Og lærdómurinn er í því fólginn að temja lægri heilastöð í þvi að skipuleggja vöðvastarfsemi drengsins, unz jafn- vægi er náð og drengurinn hjólar. Þá getur æðri heila- Heilbrigt líf 61

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.