Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 26

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 26
En jafnvel þetta bil, ef bil skyldi kalla, þetta lokasund milli lífeðlisfræðinnar og sálfræðinnar, er nú orðið kall- fært og íullkomin brú virðist bíða á næsta leiti. Fram á síðasta áratug hefur sálfræðingurinn og geðfræðingurinn, maðurinn, sem athugar heilbrigða sál, og sá, sem glímir við vandamál sjúkra huga, einkum spurt að því, hvernig hugur mannsins starfar. Samtímis hefur lífeðlisfræðing- urinn glímt við þá spurn, hvað heilinn sé. Á síðasta ára- tug hafa þeir hvað eftir annað rekizt hvor á annars slóðir og notið gagnkvæmrar aðstoðar í sameiginlegri glímu sinni við vandamál heilans og starfsemi hans. Upp frá þessu geta þeir ekki hvor án annars verið, því að sérhver ný niðurstaða, sem fæst, er að jafnaði grundvölluð á þekk- ingu beggja og grípur inn í beggja starf. Ef við lítum á ný yfir farinn veg, frá einfrumungs- dýri forneskjunnar til mannsins, eins og hann er í dag, þá sjáum við e. t. v. nokkru skýrar, hvar leiðir skiljast, staðinn og stundina, þar sem kvísl mannkynsins skildist frá breiðum farvegi dýraríkisins. Við námum fyrr stað- ar, þar sem frummaðurinn tók eldibrandinn í hönd sér og fleygði honum brott í uppreisnarþrunginni vörn gegn höfuðskepnunum. Um þetta leyti hafði heili hans náð þeim þroska, að sambandssvæðin tóku að draga ályktan- ir, maðurinn hafði öðlazt hugsanatengsl, þar sem önnur dýr voru aðeins fær um páfagauksminni. Með hugtengsl- unum gerðist forfaðir mannsins ofurhugi, eygur á mögu- leika, hæfur að vega líkur til sigurs og taps. Þau dýr, sem hingað til voru drottnar heimsins, tróðu breiða slóð áhættulítilla stundargæða, meðan frummaðurinn lagði allt undir í happdrætti lífsbaráttunnar og vann stóra vinning- inn, konungdóm jarðarinnar. Framh. 64 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.