Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 27
BJARNI KONRÁÐSSON,
læknir:
MYNDUN TANNANNA
Þótt í tönnunum sé að finna hörðustu vefi líkamans,
eru þær upphaflega myndaðar úr linum vefjum, sem
síðar vaxa, ummyndast og verða að beini, þegar kalk-
sölt hafa tekið sér bólfestu í hinum breyttu, linu vefj-
um. Þróun og vöxtur tannarinnar fer fram í mörgum stig-
um, en fyrsti vísirinn að tannmyndun kemur 1 ljós hjá
sex vikna fóstri, sem þá er aðeins 11 mm að lengd.
Vefir fullvaxinnar tannar greinast í glerunginn, sem
þekur tannkrónuna, tannbeinið, sem myndar uppistöðuvef
krónu og rótar, sementið, sem þekur rótarhluta tannar-
innar og kvikuna, sem fyllir tannholið.
Fyrstu vikurnar er aðgreining vefjanna í fósturlíkam-
anum mjög ófullkomin. Greina má þrjú frumulög, sem
eftir legu í fóstrinu eru nefnd út-, mið- og innlag. Úr
þessum lögum verða öll líffæri líkamans til síðar meir
eftir því sem fóstrið vex og þroskazt.
Fyrsti vísir tannarinnar, tannkímið, myndazt úr út- og
miðlaginu. Frumvefur glerungsins (glerungsmóðirin) vex
frá útlaginu, en aðrir vefir tannarinnar koma frá miðlag-
inu. Fyrsta merkið um byrjandi tannmyndun finnst í efri
og neðri kjálka fóstursins, en þeir eru mjög frumstæðir
á þessu þroskastigi. Yzt eru þeir þaktir þunnu húðvefs-
lagi, en þar undir liggur bandvefur. Frá neðsta hluta húð-
vefsins taka frumur að vaxa inn í kjálkann og myndazt
þá smám saman skeifumyndað, mjótt þykkni (frumþykkni)
Heilbrigt líf — 5
65