Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 30

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 30
gamalt, hefur frumþykknið vaxið aftur fyrir aftasta barna- tannarkímið og hefst með því vöxtur og myndun full- orðinsjaxlanna. Örla tekur á fremsta afturjaxlinn, þegar fóstrið er 16 cm á lengd, eða fjögurra mánaða. Miðaftur- jaxlinn verður til á fyrsta æviári barnsins og vísdóms- tönnin byrjar að myndast, þegar barnið er fjögurra til fimm ára. Form glerungsmóðurinnar ræður sköpulagi gler- ungs og tannbeins, sem myndast undir honum, þ. e. tann- krónunnar. Króna framtannanna er allbreið og meitillaga. Jaxlarn- ir hafa breiða krónu með tveimur til sex hnjótum, sem skaga upp úr henni eins og hnjúkar. Skörð eru á milli þeirra. Augntennur hafa breiða, kúpta krónu með þykk- um glerungi. Glerungs- og tannbeinsmyndun hefst á mörk- um glerungs og tannbeins, efst í hverri tannkrónu og þar verður glerungslagið lang þykkast. Myndun tannrótarinnar byrjar þegar krónan er hér um bil fullmynduð. Hún hefst á mörkum krónu og rótar. Út frá jöðrum glerungsmóðurinnar vex rótarslíðrið, sem myndast við samruna innsta og yzta lags glerungsmóður- innar. Rótin vex um leið og tannbeinsmyndunin hefst inn- an við rótarslíðrið. Frumur þess hafa þann eiginleika að breyta bandvefsfrumunum, sem næst því liggja, í tann- beinsfrumur. Vöxtur rótarslíðursins er örastur neðst og þar stefna jaðrar þess saman. Þar sem rótarbeinsmyndun er byrjuð, vex bandvefurinn utan við rótarslíðrið inn að rótinni, gerir skörð í slíðrið og ryður því frá henni. Næst henni myndast úr honum frumur, sem taka að gera sem- ent. Það setzt utan á rótarbeinið og myndar yfirborð rót- arinnar. Lokastigi rótarmyndunarinnar er náð, þegar bandvefur- inn innan í tönninni vex örar en sjálft slíðrið. Þá réttist úr neðsta hluta þess. Að neðan er op í slíðrinu, sem síð- ar verður að rótargöngum. Um þau fara æðar og taugar 68 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.