Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 34

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 34
því að sefja sjúklinginn til hræðslu eða reiði, það rná hækka líkamshitann, já meira að segja auka blóðsykur- inn hjá sykursýkissjúklingum. Sjálfur hefur dr. Cedercreutz haft hundruð sjúklinga undir höndum, m. a. marga, sem misst hafa limi, og hafa þeir losnað við þrautir mánuðum og jafnvel árum saman vegna dáleiðslunnar. Þrautirnar hafa þó oft komið aftur, en þá hefur verið gripið til endurnýjaðrar dáleiðslu og hefur það borið góðan árangur. En oft verður að gera tvær, þrjár tilraunir áður en dáleiðslan heppnast, og sem sagt eru 50% ómóttækilegir. Við barnsfæðingar hefur dr. Cedercreutz jafnvel notað dáleiðslu. Sjúklingurinn er þá með fullri meðvitund, en finnur alls ekkert til. Þetta kallast „eftirdáleiðslu" áhrif, það er þegar sjúklingurinn verður, eftir að hann er vakn- aður, tilfinningalaus í vissum líkamshluta um ákveðið tímabil. Ennfremur má láta mann, sem dáleiddur hefur verið, framkvæma vissa hluti, eins og t. d. að færa ein- hverjum eitthvað sérstakt, heilum sólarhring eftir að dá- leiðslan fór fram. í Englandi og Þýzkalandi hefur dáleiðslan verið notuð við þúsundir uppskurða og barnsfæðinga. Við ósjálfráð þvaglát (í svefni) hefur dáleiðsla einnig komið að mjög góðu gagni. „En“, segir dr. Cedercreutz, „það er ekki hægt að lækna sjúkdóma með dáleiðslu, það er aðeins hægt að fjarlægja sjúkdómseinkenni og fyrirbyggja þrautir. Þess vegna verðum við að vera nákvæmir, þegar um það ei' að ræða, í hvaða tilfellum á að nota dáleiðsluna". Heyrzt hefur, að glæpir hafi verið drýgðir undir dá- leiðsluáhrifum. Þetta hefur verið rannsakað, en árangur er óviss. Það er þó víst, að morð hafa aldrei verið framin af dáleiddum manni. 72 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.