Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 36
ÁRSSKÝRSLA
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Apríl 1952 til apríl 1953
Afíalf'undur.
Ár 1952, þann 24. apríl, var aðalfundur Rauða kross íslands
haldinn í húsi Sjálfstæðisfélag-anna í Hafnarfirði. Fundurinn hófst
kl. 2 e. hád.
Form. framkvæmdaráðs, Kristinn Stefánsson, setti fundinn og
stjórnaði honum, en ritari fundarins var Bjöm Jóhannsson.
Mættir voru fulltrúar frá eftirtöldum deildum:
Akranesdeild
Akureyrardeild
Hafnarfjarðardeild
Keflavíkurdeild
Neskaupstaðardeild
Reyk j avíkurdeild
Sauðárkróksdeild
Seyðisf jarðardeild
Siglufjarðardeild
V estmannaeyj adeild
Fundarstjóri gat þess í upphafi fundarins, að þessi aðalfundur
R. K. I. væri fyrsti aðalfundur, sem haldinn væri utan Reykjavíkur.
Fundarsókn væri óvenju góð og fundurinn því lögmætur.
Þá var tekið fyrir:
1. Úthlutað skýrslu um starfsemi R. K. I. á síðasta starfsári.
Form. framkvæmdaráðs ræddi skýrsluna og skýrði ýmsa liði
hennar.
2. Gjaldkeri gat ekki mætt á fundinum sökum lasleika, og las
form. upp reikninga félagsins fyrir síðast liðið ár og skýrði
ýmsa liði þeirra.
Gjöld samkvæmt rekstrarreikningi voru............ kr. 95.023.38
Tekjur samkvæmt rekstrarreikningi voru .........— 89.015.03
Reksturshalli ................................... — 6.008.35
Samkv. efnahagsreikningi var skuldlaus eign . . ■— 930.094.98
Eignir Radíumsjóðs ísl. voru við árslok 1951 .... — 77.700.38
Framangreindir reikningar voru samþykktir í einu hljóði.
74
Heilbrigt líf