Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 15

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 15
15 TW: umræða um ofbeldi og nauðganir. Í greininni er nokkuð talað um kyn­ tjáningu en höfundur hefur kosið að nota orðin femme og masc fremur en íslensku orðin kvenlegt og karlmannlegt þar sem þau ná ekki fyllilega utan um þá hugmyndafræði sem fjallað er um. Lesbófóbía er ekki orð sem við heyrum oft enda flest vön að tala um hómó- fóbíu þegar vísað er til hvers kyns fordóma gagnvart hinsegin fólki. Ilaria Todde er samskipta- og rannsóknar- stjóri EL*C, eða Euro Central Asian Lesb ian* Comm unity, en hún flutti tvö erindi á ráðstefnu IDAHOT+ Forum í Reykja vík í maí síðastliðnum. Sam tökin EL*C leggja áherslu á þær áskoranir sem mæta lesb íum sem felast, að sögn Ilariu, bæði í hómófóbíu og kven hatri. Í erindum sínum talaði hún um fordóma á grundvelli kyntjáningar og voru lesbó- fóbía og trans fordómar sérstak lega til umfjöllunar. Hvað er lesbía? Áður en lengra er haldið er rétt að nefna að samtökin EL*C nota orðið lesbía á mun víðtækari hátt en við eigum að venjast á Íslandi. Á vef síðu þeirra segir að notkun orðsins lesb ía sé „liður í baráttunni fyrir auk num sýnileika og valdeflingu“ og því noti þau orðið með stjörnu — lesbía* — „til þess að ná utan um og bjóða allar velkomnar sem skilgreina sig sem lesbíur, femínista, tvíkyn hneigðar, trans eða hinsegin, auk þeirra sem finna tengingu við réttinda baráttu lesb ía.“ Þá segir Ilaria mikilvægt að nota orðið lesbía því að það hafi á sér nei kvæð an blæ í mörgum löndum, þar sem það hefur lengi verið notað í nið randi merkingu. „Orðið hefur verið notað í þeim tilgangi að kyngera og blætisvæða lesbískar, tvíkynhneigðar eða hinsegin konur og því vilja margar konur sem eru ekki gagnkynhneigðar ekki nota orðið eða tengjast því,“ segir hún. Lesbískt klám er til að mynda gríðar lega vinsælt á klám miðlum en þau sem hafa stundað lesb ískt kynlíf geta að öllum líkindum verið sam mála um að það sem þar birtist á ekkert skylt við kynlíf lesbía, heldur er um að ræða fanta síu gagn kyn hneigð ra karla þar sem kynlíf hinsegin kvenna er látið þjóna þeirra hag og smekk. Því falla klám mynda leik konur nar einkum að hugmyndum gagn kynhneigða reglu- verksins um það hvað teljist að lað- andi, svo sem að vera kvenlegar eða femme. Hugmyndafræði EL*C felur í sér að hægt sé að nota orðið lesbía á fleiri en einn veg: það geti bæði verið sjálfs myndar hug tak en einnig hugtak fyrir breiðan hóp hinsegin kvenna og fólks sem lesið er sem konur. „Við viljum ekki skylda fólk til þess að skil greina sig sem lesbíu. Að mínu viti er ætlunin ekki að útiloka fólk, heldur snýst þetta fyrst og fremst um að átta sig á því að staða okkar sem kvenna í sam félag inu markist jafnt af kynhneigð okkar sem og kynvitund,“ segir Ilaria. Lesbía sé því sameinandi hugtak en ekki einangrandi eða útilokandi. Innan þess geti hin- segin konur og fólk sem er lesið sem konur, hvort sem um er að ræða sís eða trans, sameinast gegn þeirri sam þættu mismunun og fordómum sem þau verða fyrir vegna kyns síns, kyntjáningar og kyn hneigð ar. Breyturnar séu þó fleiri og mikilvægt sé að missa ekki sjónar á því. Til að mynda verði tvíkynhneigðar konur fyrir fordómum bæði innan og utan hin segin sam félags ins. Þá verði lesb íur sem einnig eru trans jafnframt fyrir trans fóbíu og svört lesbía verði bæði fyrir lesbó fóbíu og kyn þátta for dóm um svo fátt eitt sé nefnt. LESBÍA ER SAMEINANDI HUGTAKViðtal við Ilariu Todde Bjarndís Helga Tómasdóttir M yn di r úr e in ka sa fn i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.