Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 16

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 16
16 Hvað er þá lesbófóbía? Ilaria útskýrir að lesbófóbía nái í raun utan um samþætta mis munun á grund- velli hómó fóbíu og kvenhaturs og tengist því ekki eingöngu kyn hneigð heldur einnig kyni og kyntjáningu. „Lesbófóbía er hugtak sem byggist á greiningu á aðstæðum þar sem litið er til allra þátta sem varða líf þess fólks sem um ræðir. Þegar við tölum um hómó fóbíu hugsum við um for dóma sem tengjast kynhneigð og gerum ráð fyrir því að manneskja hafi orðið fyrir áreiti vegna þess að hún sé ekki gagnkynhneigð. Þetta er auðvitað oft veru leikinn og í mörgum tilfellum verður fólk fyrir aðkasti sérstaklega vegna kyn hneigðar sinnar. Vandamálið er hins vegar að ef um er að ræða konu sem er ekki gagn kynhneigð eru for dómarnir tengdir kyni ekki síður en kynhneigð.“ Samkvæmt Ilariu er ekki hægt að horfa fram hjá því að í samfélagsgerð okkar sé sú hugmynd rótgróin að tilvera kvenna skuli lúta for sendum karl manna. „Sem lesbíur eða tvíkynhneigðar konur göngum við í berhögg við þessa skipan og því mætum við mótlæti í sam- félaginu, hvort sem það er áreiti eða jafnvel alvarlegar líkamsárásir.“ Þessi alvar legustu dæmi sem Ilaria nefnir eru svokallaðar „leiðréttandi nauðganir“ þar sem konu, eða mann eskju sem er lesin sem kona, er nauðgað af karlmanni til þess að „leiðrétta“ kynhneigð hennar eða í því skyni að niðurlægja og refsa henni. Slíkar árásir þekkjast víða um heim og á Íslandi eru dæmi um konur sem hefur verið nauðgað vegna kyn hneigð ar sinnar eða kyn- tjáningar. Þá er mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann af hug rekki og æðruleysi svo að hægt sé að gera breytingar til batnaðar. Ilaria segir að með því að tala um lesbófóbíu séum við í raun og veru að ganga úr skugga um að við skiljum fyllilega hvað of beldi gegn hinsegin konum og fólki sem er lesið sem konur þýði. Masc, butch eða mascrona Ilaria talar mikið um hvernig femme kyn tjáning fólks sem skilgreinir sig sem konu, eða er lesið sem kona, hafi áhrif á það áreiti sem það verður fyrir. Sjálf er Ilaria sís kynja kona með mjög skýra masc kyntjáningu. Erindi hennar á ráðstefnu IDAHOT+ Forum snerti á því hvernig slíkar konur, eða fólk sem samfélagið les sem konur, sem hafa masc kyntjáningu upplifa heiminn. Sjálf kemur Ilaria frá eyju undan ströndum Ítalíu og kom snemma út sem lesbía. „Mér finnst eins og ég hafi eiginlega verið að undirbúa mig fyrir að halda þetta erindi allt mitt líf. Ég er frekar karl- mannleg í fasi en ég kem frá strjál býlu svæði á eynni Sardiníu. Ég minnist þess samt ekki að hafa orðið sérstaklega fyrir aðkasti á unglingsárum mínum á Sardiníu vegna þess að ég væri les bía, heldur vegna þess að ég væri það sem þar er kallað mascrona, sem er niðrandi orð og má gróflega þýða sem karl konu. Kona sem hagar sér eins og karlmaður er það alversta sem kona getur verið.“ Þá ögrar Ilaria viðteknum hug myndum samfélagsins um kynja tví hyggjuna með tilvist sinni þar sem hún er stundum lesin sem kona en stundum sem karl- maður en það reyndist henni oft erfitt á sínum yngri árum. „Það tók mig langan tíma að læra að vera stolt af því að vera mascrona. Ég er mascrona! Ég er butch og það er eitthvað sem ég tel að hjálpi mér skilja þessar samfélagslegu hugmyndir um karlmennsku.“ Ilaria vísar hér í bók Jacks Halberstam, Female Masculinity (1998), og segir að karlmennska helgist ekki af því að fæðast sem karlmaður. „Að tileinka okkur það sem telst karlmannlegt gerir okkur – þ.e lesbíum, trans mönnum og kyn segin fólki – auðveldara um vik að ígrunda það hvernig eitruð karl menn- ska er uppbyggð og hvernig hún hefur áhrif á allt samfélagið, þar á meðal karl menn. Þess vegna held ég að þetta sé gagn legt á sama tíma og þeim kon um sem eru karlmannlegar í fasi er refs að grimmi lega af samfélaginu fyrir að taka þetta vald til sín. Þannig gerir sam félagið kröfur til kvenna um að þær eigi ekki að líta út fyrir að vera lesbíur og þar með að konur eigi ekki að vera karl mannlegar heldur verði þær að vera kvenlegar.“ Femme og samfélagið „Kyntjáning er breyta sem sameinar allt hinsegin samfélagið. Fólk verður fyrir áreiti vegna kyntjáningar sinnar, hvort sem um er að ræða samkynhneigða karlmenn sem teljast of kvenlegir eða lesbíur sem eru of karlmannlegar. Trans fólk verður líka fyrir árásum vegna kyntjáningar sinnar,“ Myndir úr einkasafni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.