Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 18
18
Það hefur líklega aldrei verið meira
og fjöl breyttara fram boð af hinsegin
tengdu menningar efni og nú. Allt fullt af
hin segin fólki á skjánum, í kvik myndum
og bókum. Það er ekki langt síðan
þessu var öðruvísi farið og hin segin fólk
varð að svolgra í sig allt það litla efni
sem í boði var. En þar leyndist líka ýmis
gim steinn inn sem enn er þess virði að
kynna sér.
Stone Butch Blues
Skáldsaga byggð á lífshlaupi höfundar,
Leslie Feinberg, um upp vöxt ungrar
sam kyn hneigðrar konu af verka manna-
stétt í New York-ríki og ferða lagi hennar
í heimi hin segin fólks. Áhrifa miklar
lýsingar á harðri lífs baráttu og mikil vægi
hinsegin sam félags og sam heldni. Rit
sem hefur haft mótandi áhrif á marga
butch-lesbíuna og getur veitt öðrum
dýr mæta inn sýn í flókinn reynslu heim
butch-kvenna.
Paris Is Burning
Sígild heimildarmynd frá 1990 um
ballroom-senuna í New York og fólkið
í kringum hana. Í myndinni koma fram
ýmsar goðsagnir úr ballroom-heiminum
á þessum tíma eins og Pepper La-
Beija, Angie Xtra va ganza og fleiri,
og opin skátt fjallað um þá fátækt og
ford óma sem þau þurftu við að etja.
Svo mikilvæg heimild að hún er á sér-
stökum lista Library of Con gress yfir
kvik mynda söguleg verð mæti. Og inn-
blásturinn að frá bæru þáttunum POSE
sem finna má á Netflix.
Þerraðu aldrei tár án hanska
Í þessum þríleik byggir sænski rit-
höfundur inn Jonas Gardell á eigin
lífs reynslu og segir sögu ungra homma
í Stokk hólmi á níunda áratugnum, af leit
þeirra að sam félagi, réttinda baráttu og
svo erfiðri glímunni við al næmi. Tvær af
þremur bókum eru til í íslenskri þýðingu.
Sænska sjónvarpið, SVT, gerði frá bæra
þætti byggða á bókunum sem sýndir
voru á RÚV fyrir nokkrum árum.
The L Word
Alræmdir, umdeildir og óneitan lega
ávana binandi þættir um ástir og örlög
glamúr lessa í Los Angeles, sem tala,
hlæja, elska, anda, slást, ríða, gráta,
drekka og svo fram vegis. Þegar þættir-
nir hófu göngu sína 2004 höfðu svo
margar hin segin konur sjaldan sést
á sama sjónvarps skjánum. Þekking
á helstu per sónum og vendingum í
The L Word er nauðsynleg til að geta
átt samræður við lesbíur af ákveð inni
kynslóð.
The Celluloid Closet
Bók eftir Vito Russo sem kom út 1981
og heimildar mynd byggð á henni var
frumsýnd 1995. Bókin var eitt fyrsta
ritverkið sem fór djúpt í það hvernig
samkyn hneigð hefur birst á hvíta
tjaldinu í gegnum árin. Öll ættu annað-
hvort að lesa bókina eða horfa á
heimildar myndina til að öðlast skil ning
á hinsegin fólki í kvikmynda sögunni.
Grund vallar rit.
Vera Illugadóttir
Á Exeter koma saman heimafólk og gestir, ungir og
aldnir, svona og hinsegin. / www.exeterhotel.is
VIÐ TÖKUM ÖLLUM FAGNANDI – ALLA DAGA