Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 23

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 23
23 Sigþór Árni Heimisson 30 ára, hann Hver er þín íþróttasaga? Akureyri handboltafélag og fyrsti leikmaður endurstofnaðs KA. Byrjaði í meistaraflokki 15/16 ára gamall og spilaði með meistaraflokki þar til ég hætti 27 ára. Við tókum einhvern titil með AK en það sem stend ur upp úr er að koma KA aftur í efstu deild og halda okkur þar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 34 ára, hún @gunnhilduryrsa Hver er þín íþróttasaga? Þegar ég var yngri skráði ég mig í flestar íþróttir, fótbolta, körfubolta, ballet, karate, hafnabolta, frjálsar og handbolta, en fótbolti var alltaf númer eitt og nú í dag hef ég æft fótbolta í 27 ár. Ég er alin upp hjá Stjörnunni en fór svo út í atvinnumennsku 2013 og var í henni í 10 ár. Fyrstu fimm árin var ég í Noregi og svo fimm ár í Bandaríkjunum. Ég á að baki 100 leiki með A-landsliðinu og stærstu afrekin þar voru að komast á EM 2017 og 2022 og svo að vinna Þýskaland úti í undankeppni HM. Með Stjörnunni stendur helst upp úr fyrsti titillinn með félaginu 2011, þegar við urðum Íslandsmeistarar, og árið á eftir þegar við urðum bikarmeistarar. Magnús Orri Arnarson 22 ára, hann @maggiklipp Hver er þín íþróttasaga? Ég hef verið í fimleikum frá því ég var fimm ára gamall. Ég byrjaði að æfa hjá fimleikadeild Keflavíkur árið 2007 og hef verið þar síðan. Ég æfi fimleika með Special Olympics og hef unnið Íslandsmeistaratitil átta sinnum. Ég hef einnig farið á Heimsleika Special Olympics sem haldnir voru í Abu Dhabi árið 2019. Þar keppti ég við þá bestu á mótinu og hafnaði í 4., 5., 6. og 7. sæti á öllum áhöldum sem er mjög góður árangur miðað við að ég var allan tímann að keppa við þá bestu. Ísold Klara Felixdóttir 19 ára, hún/hán @isoldklarafel og @fylkirkarate Hver er þín íþróttasaga? Ég hef æft karate með karatedeild Fylkis síðan haustið 2015. Ég er í landsliðinu og hef verið í nokkur ár og farið í nokkrar landsliðsferðir. Árið 2022 var ég valin Fylkis- kona ársins og ég varð smáþjóðameistari í tveim flokkum það sama ár og árið 2018 varð ég Íslandsmeistari. Ég hef verið að þjálfa með félaginu í 4 ár og það er svo frábært að sjá þessa krakka stækka og bæta sig og svo sérstaklega þegar þau fara að keppa. Ég þjálfaði einn fyrir ÍM unglinga og hann tók titilinn. Það var svo góð tilfinning að sjá hann svona ánægðan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.