Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 27

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 27
27 Packer: Það er ekki mikið talað um packera en þeir eru til þess gerðir að hafa í buxunum til að líkja að einhverju leyti eftir bæði tilfinningunni og útlitinu af því að vera með typpi. Rétt eins og typpi koma packerar í öllum stærðum og gerðum. Þeir eru oft úr mjúku sílíkoni en geta líka verið úr einhvers konar textíl eða svampi og svo má bara nota sokkapar. Það er líka hægt að finna packera sem eru hannaðir til að hægt sé að pissa með þeim standandi (á ensku er talað um STP sem stendur fyrir stand to pee) og packera sem má líka nota í kynlífi (á ensku er gjarnan talað um pack and play). Það hentar sumum að setja hann bara í nærbuxurnar en það eru líka til lausnir til að ganga um með packer sem sumum þykja þægilegri, þar má nefna nærbuxur með vasa fyrir packer eða vasa sem hægt er að festa á nærbuxur til að setja packerinn í. Það er líka hægt að nota áðurnefnt teip til að festa packer. Strap­On: Strap-on er vinsælt kynlífstæki, sérstaklega meðal þeirra sem eru ekki með typpi. Eins og annað sem hér hefur verið fjallað um eru til endalaust margar gerðir af strap-on, allt frá fjólubláum glimmerlöðrandi dildóum sem hvaða einhyrningur sem er gæti verið stoltur af, yfir í mjög raunverulega dildóa. Sömuleiðis er hægt að fá mismunandi tegundir af harnessum, allt frá sérstökum nærbuxum og boxerum fyrir strap-on yfir í ólar úr leðri eða öðru efni sem hægt er að festa utan um sig, svo fátt eitt sé nefnt. Tucking: Tucking felur í sér að fela typpi þannig að þau séu ekki sýnileg þegar klæðst er þröngum fötum. Rétt eins og með binderinn er mjög mikilvægt að passa að það sé gert rétt og í hófi, því annars er hægt að valda skaða. Tucking á ekki að vera sársaukafullt. Það eru til ólíkar leiðir til þess að tucka en það er einstaklingsbundið hvað hentar fólki best. Gaffs/þjöppunarnærbuxur eru þröng nærföt til þess gerð að draga úr sýnileika typpa. Þær geta virkað einar og sér en sum tucka líka með teipi. Það eru líka til sundföt sem eru hönnuð fyrir tucking sem geta auðveldað sumum sundferðir. Einnig má nefna: • Of stórir skór (sjúkraþjálfarinn myndi ekki mæla með þessu) • Inn legg í skó (til að hækka fólk) • Skór með þykkari botn • Smekkbuxur og hettupeysa: Smekkbuxur eru víðar og stífar að framan og gera brjóst mun minna áberandi • Lita yfirvaraskeggið með augabrúnalit • Masc contour makeup til að draga fram hvassari línur andlitsins • Rakspíri • Herranærföt • Aukahlutir eins og úr, ermahnappar og belti • Sérsaumuð jakkaföt • Hversdagsföt sem eru sérstaklega hugsuð til að draga úr kvenlegum línum má finna á ýmsum erlendum vefsíðum • Fara til rakara • Fara í ræktina til að auka við vöðvamassa • Nota íþróttatopp og sundbuxur frekar en sundbol • Mjaðmapúðar (e. hip pads) • Förðun • Appelsínugulur hyljari sem felur skeggrót betur • Ilmvötn og krem • Kvennærföt • Toppar • Hárkollur • Gelneglur • Mittisháar buxur • Töskur • Snyrta augabrúnir • Raka sig/ekki raka sig • Háreyðing/lazer • Naglalakk á fingur og tær • Göt í eyrun • Alls kyns skart og glingur Að lokum er vert að nefna að hægt er að nálgast frekari upplýsingar um það sem er nefnt hér að ofan og um örugga notkun bæði hjá Trans Ísland og Samtökunum ‘78. Masc and Femme: Tips and Tricks There are many ways for gender non-conforming people to validate their gender and experience gender euphoria or limit dysphoria. Gender- confirming aid can help people feel at ease in their own skin and create a euphoric sensation.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.