Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 36

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 36
36 SKOTLEYFI Á HINSEGIN FÓLK Þann 29. maí síðastliðinn skrifaði Yoweri Museveni, forseti Úganda, undir frum varp sem þing lands hans hafði sam þykkt fyrr í mánuðinum. Það ratar ekki alltaf í heims fréttirnar þegar nýtt frumvarp er sam þykkt í Úganda en í þetta sinn vakti málið athygli, enda var plaggið sem Muse- veni skrifaði undir ein allra harðasta löggjöf gegn hinsegin fólki sem sést hefur á heimsvísu. Löggjöf sem í raun gefur skotleyfi á hins egin fólk í landinu. Gerist manneskja upp vís um það sem samkvæmt frum varpinu kallast „samkyn hneigt athæfi“ liggja við því ekki aðeins þungar refsingar, heldur liggur beinlínis dauða refs ing við því sem kallað er „gróf samkyn- hneigð“. Það getur verið ýmis legt samkvæmt lögunum, meðal annars að stunda kynlíf með einhverjum sem ítrekað hefur verið dæmdur áður fyrir samkynhneigð. Þá varðar það allt að tuttugu ára fangelsisvist að „upphefja“ samkynhneigð, sem getur þýtt ansi margt, svo sem að berjast fyrir rétt- indum eða skrifa í álíka tímarit og þú ert að lesa núna. Staða hinsegin fólks í Úganda var ekki góð fyrir. Það var ólöglegt að vera með einstaklingi af sama kyni, líkt og raunin er í sorglega mörgum öðrum Afríkuríkjum, en úgandska þing ið taldi þörf á að skerpa á lög gjöfinni og herða refsingar. Lögin bygg ja að miklu leyti á frumvarpi sem úgand ska þingið sam þykkti árið 2014 en var að lokum dæmt ógilt af stjórn lagadómstól vegna vankanta. Þau lög höfðu þá verið harðlega fordæmd af mann réttinda- samtökum og fjölda er lend ra ríkja. Margir hrósuðu happi þegar þau voru dæmd úr leik — en nú eru þau komin aftur í enn harðari mynd og orðin að lögum. Og aftur hefur alþjóðasamfélagið for dæmt laga setninguna en stjórnvöld í Úganda standa keik á sínu. Úganda hefur lengi verið eitt af hel stu sam starfs ríkjum Íslands í þróunar- samvinnu í Afríku og í höfuð borginni Kampala er ís lenskt sendiráð, annað af tveimur í álf unni. Önnur nor ræn ríki hótuðu að slíta þróunar samvinnu við Úganda eftir „anti-gay“-lögin 2014 en það varð ekki úr. Minna hefur verið um slíkar yfirlýsingar í þetta skiptið, enda óljóst og umdeilt hvort það að slíta sam starfi komi almenningi og sér í lagi hin segin fólki í landinu að gagni. Hina gegndarlausu heift í garð hinsegin fólks af hálfu löggjafar valds í Úganda má að hluta rekja til Vesturlandabúa. Fyrstu nútíma lögin sem bönnuðu samkynhneigð voru sett árið 1950 þegar Úganda var bresk ný lenda. Gamlar laga setningar frá ný lendu- tímanum móta enn lagalegt um hverfi og dag legt líf hin segin fólks víða í Afríku. En ein helsta ástæða heiftar- innar sem ríkt hefur í Úganda undan- farin ár hefur enn fremur verið beinn útflutningur bandarískrar þjóðfélags- og trúarumræðu til landsins. Upp úr alda mótum, þegar bandarískt hin segin fólk vann marga laga lega sigra, töldu heitustu and stæðingar hinsegin fólks í Bandaríkjunum, kristnir íhalds menn, margir hverjir að barátta þeirra væri töpuð á heima velli. Þessir andstæðingar, kirkjur og samtök krist- inna evangelista, leituðu því á önnur mið með boðskap sinn um að hinsegin fólk gengi gegn Guði og ógnaði fjöl skyld um, til dæmis til Úganda. Þar fundu evangelistar frjóan jarðveg í íhalds sömum úgöndskum trú bræð- rum sínum, sem voru fordómafullir fyrir og sannfærðust fljótt um að fátt væri mikilvægara en að berjast gegn kyn villu til að bjarga landi og þjóð frá glötun. Árið 2009 var þannig haldin ráð stefna í Úganda þar sem bandarískir evan- gelista klerkar messuðu um hættuna sem úgöndskum börnum stafaði af „sjúklegri“ sam kynhneigð og áróðri hinsegin fólks. Meðal þátt takenda var Scott Lively sem áður hafði beitt sér gegn hinsegin fólki í Lett landi og Rússlandi og skrifað aðdáenda bréf til Pútíns Rússlandsforseta og lofað hversu duglegur hann væri að of sækja hinsegin fólk. Annar þátt takandi á ráð stefnunni rak bælingar meðferðar- úrræði heima í Banda ríkjunum, kostað af hinni ramm kristnu kjúklinga keðju Chick-Fil-A. Upp frá þessu varð Úganda vinsæll viðkomu staður banda rískra evangelista og orðræðan í Úganda varð fljótt mjög öfgafull. Þing maður- inn David Bahati, sem flutti anti-gay- frumvarpið árið 2014, var um tíma tíður gestur í Bandaríkjunum, þar sem hann var meðlimur í áhrifa miklum krist num samtökum, The Family. Hann sagði blátt áfram við banda rískan blaða mann að helst vildi hann myrða hverja einustu hinsegin manneskju í Úganda. David Bahati er ráðherra í ríkisstjórn Úganda í dag. Ein hverjir bandarísku evan gel ist anna hafa síðan reynt að malda í móinn og sagt að það hafi nú ekki verið ætlun in að Úgandamenn beinlínis útrýmdu öllu hinsegin fólki en skaðinn var skeður. Og þvert á móti hafa evange listarnir ótrauðir haldið starfi sínu áfram í Afríku. Vera Illugadóttir Hvað er að gerast í Úganda?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.