Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 56

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 56
56 Árna Péturs Guðjónssonar og Rúnars Guð brands sonar, sem byggður var á verkum Jean Genet, sem sýndur var áratugi síðar. Á síðastliðnum árum hefur orð ið spreng ing í sviðsetningu hin segin leik- ans á Íslandi en við eigum langt í land. Hin segin dagar hafa lengi verið helsti vett vangur hinsegin listafólks og Gleði gangan hápunkturinn. Ein vika á ári er fjarri því að vera nóg, hinsegin listafólk er sam félags fasti, ekki bara til skrauts eða skemmtunar. Þjóð leikhús- kjallarinn, Gaukurinn og Tjarnarbíó hafa verið griðarstaðir fyrir drag sýningar og búrlesk, samhliða Kíkí auðvitað. Sögu- lega séð sprettur hinsegin listafólk úr sjálf stæðu sen unni, af jaðrinum, og stofnana leikhúsin verða að taka við sér með krafti til að taka á móti nýjum röddum og reynslu. Helsta hinsegin leik skáld Íslands síðasta áratuginn er án efa Tyrfingur, sem ég fjallaði einmitt um í þessu blaði fyrir ári síðan. Fjölmörg sviðsverk hafa sett hinsegin- leika fyrir miðju leiksviðsins. Hún, pabbi fjallaði um líf eldri trans konu, Endur- minningar valkyrju settu drag drottningar á svið í öllu sínu epíska veldi, The Last Kvöld máltíð sýndi hin segin leikann á heims enda tímum, aðal persónan í Stúlkunni sem stöðvaði heiminn átti tvo pabba og svo mætti lengi telja. Á síðasta leikári mátti sjá Góða ferð inn í gömul sár þar sem fjallað var um kynslóðina sem hvarf á Ís landi sökum alnæmis og gaf ungu hin segin fólki pláss til að segja sína sögu á Nýja sviði Borgarleikhússins. Góðan daginn, faggi eftir Bjarna Snæ björns son, söngleikur byggður á dag bókum leikarans, fjallaði um reynslu hans og sjálfsvinnu. Ekki má gleyma því að Ellen B. eftir Marius von Mayenburg hreppti Grímuverðlaunin fyrir sýningu ársins 2023 en verkið gerist á heimili lesbía. Allar þessar sýn ingar koma með mis mun andi sjónarhorn og bæta við sviðs lista- flóruna. Kynusli og kröfur framtíðarinnar Borgar leik húsið tilkynnti í vor að söng- leikurinn Eitruð lítil pilla í leikstjórn Álf rúnar Helgu Örnólfsdóttur, byggður á sam nefndri plötu Alanis Morissette í leik gerð Diablo Cody, yrði frum sýndur í húsinu á næsta leikári. Söngleikurinn á sér frekar snúna sögu þar sem einn karakter að nafninu Jo var fyrst kynnt sem kynsegin en var breytt í sís konu þegar söngleikurinn var frumsýndur á Broadway, ákvörðun sem olli tölu- verðu fjaðrafoki. Hægt er að varpa fram þeirri spurningu hvort Fun Home eftir Jeanine Tesori og Lisu Kron hefði verið djarfara val, þar sem hin segin fólk er fyrir miðju sviðsins frekar en hliðarpersónur, en söng leikurinn er byggður á teikni- mynda sögu Alison Bechdel. Sömu leiðis vita allir sem mig þekkja að ég á mér langþráðan draum að sjá La Cage aux Folles eftir Jerry Herman og Harvey Fierstein á íslensku sviði. Ef stjórnendur leikhúsanna eru í vandræðum með að manna leikhópinn má hafa samband, draumaleikhópurinn minn var tilbúinn fyrir löngu. Tyrfingur snýr aftur í Borgarleikhúsið á næsta leikári eftir sigurgöngu Sjö ævintýra um skömm í Þjóðleikhúsinu. Gesturinn er svo sannarlega af dýrari sort en Kvöldstund með Heiðari snyrti verður frumsýnt í ársbyrjun 2024. Rannsóknir á hinsegin málefnum hafa marg fald ast á seinni árum en íslenskar sviðs listir hafa lítið sem ekkert verið skoða ðar frá hin segin sjónar horni af hin segin fræða fólki. Þorvaldur Krist- ins son er þó undantekningin. Bækur- nar um Helga Tómasson og Lárus Pálsson eru tíma móta verk, þó þær fjalli ekki beint um hinsegin ein stak- linga, og einnig hefur Þorvaldur sinnt útgáfu íslenskra leikrita fyrir bæði Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykja víkur síðastliðin ár. Ú r sa fn i L ei km in ja sa fn s
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.