Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 58

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 58
58 Það er óumdeilanlega fátt sem hefur haft jafn viðamikil áhrif á samfélag samkynhneigðra karl manna á undan- förnum árum líkt og samskipta forritið Grindr. Það eru þó ekki allir á einu máli innan hinsegin samfélagsins um ágæti inn reiðar þessa miðils. Sumir telja appelsínu gula grímu Grindr vera andlit alls þess slæma sem plagar sam félag sam kyn hneigðra karl manna; skorts á raun veru legum tengslum, dóm hörku, útlits dýrkunar og klám væðingar. Aðrir eru á önd verðum meiði og sjá í Grindr öruggt svæði til þess að tengjast öðrum öfug uggum, skoða-skilja-sjá, en fyrst og fremst að tjá og iðka holdsins þrár í samfélagi manna sem deila því með þeim. En hvað í ósköpunum er Grindr raunverulega? Ég hef eytt (of) mörgum árum í að rannsaka samfélag sam kyn hneigðra, innan aka demíu og persónu lega. Þessar stóru hneigðir mínar, náms- og samkyn hneigð, gera það að verkum. Þegar mér varð ljóst að flestar fræði- greinar og rann sóknir er varða sam kynhneigð voru ekki unnar af hinsegin fólki skildi ég að annars sjónar horns var þörf. Innan fræðanna var sam- kyn hneigð með höndluð að mestum hluta eins og heteró normatífan á það til að gera: Sam- kyn hneigð byrjaði þar sem gagn kyn hneigð endaði. Sam kyn hneigð var skil greind út frá því sem hún var ekki, ekki út frá því sem hún raun verulega er. Þarna skyldi allt vera svart og hvítt og ekki einn grár skuggi, hvað þá fimmtíu. Frá því að Grindr fór í loftið 2009 hefur appinu stöðugt vaxið ásmegin og telur nú um það bil 30 milljónir notendur á heimsvísu. Það eru án efa neikvæðar hliðar á Grindr en það hefur einnig fjölda kosta. Fjölmargir sem nota Grindr til þess að komast í samband við aðra homma hefðu ekki annars átt kost á því. Það getur verið vegna búsetu þeirra fjarri borgum þangað sem samkyn hneigðir leita eða vegna þess að að stæður þeirra leyfa þeim ekki að lifa í kyn hneigð sinni. Ungir samkyn- hneigðir karlmenn eru einnig í sífellt auknum mæli að taka sín fyrstu skref innan sam félags ins á Grindr. Appið virkar sem eins konar æfinga svæði fyrir þá á meðan þeir koma út úr skelinni og aðlagast sínu sanna sjálfi. Grindr verður þannig líka upplýsinga æð þar sem fróðleikur, ráð og jafnvel vinátta flæðir milli notenda. Rann sóknir hafa sýnt að ungir karlmenn í smærri byggðum, þar sem samkyn hneigð kann að vera ósýnilegri, sem nota Grindr eiga það til að hafa meira sjálfs traust og vera öruggari með kynhneigð sína en þeir væru ella. Upplifun notenda af því að Grindr sé öruggt svæði er mikilvægur þáttur í notkun þeirra á miðlinum. Öryggið er fyrst og fremst falið í því að geta verið full komlega samkyn hneigður með öllu því sem fylgir án þess að eiga á hættu að verða fyrir aðkasti. Not- endur geti því leyft homma num í sér að leika lausum hala án þess að ritskoða hann eins og við gerum allt of oft í hvers dags leika num. Einn orð heppnari kunningja minna sagðist elska Grindr vegna þess að þar þyrfti hann ekki að tala tungumálið „gagnkynhneigðísku“. Öryggis tilfinningin er þó ekki aðeins bundin við netheima heldur líka brúna sem appið skapar milli þess og raunheima. Fjölmargir nota Grindr, sér í lagi á Íslandi, sem nokkurs konar athugunar stöð þegar þeir eru fjarri heima högunum til þess að sjá hvort það eru einhverjir þeim líkir nærri. Það er lífs- nauðsyn legt að vita af eða geta hitt einhvern eins og mann sjálfan á ókunnugum stöðum eða á stærri viðburðum í hafsjó gagn- kynhneigðra, eins og er á flestum stærri viðburðum. En þrátt fyrir kosti Grindr er appið engin útópía sem stendur utan við raun veru- leikann. For dómar innan sam félags homma eru raun- verulegir líkt og annars staðar. Útlits- dýrkun, líkamsskömm og grunn hyggni eru vandamál þar líkt og annars staðar. Texti: Guðmundur Jóhann Guðmundsson Myndir: Hafsteinn Himinljómi Regínuson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.