Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 71

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 71
71 Í heimi sem segir trans fólki í sífellu að tilvera þeirra sé ekki eftirsóknarverð og jafnvel ógeðs leg er ekkert meira and- óf en kyngleði. Samfélag sem heldur hópum fólks niðri og notar niðrandi og neikvæða umræðu þolir ekkert minna en þegar við kom andi hópar endur- skrifa eigin sögu og eigin örlög á eigin spýtur, þegar við elskum, þegar við brosum, þegar sjálfs mynd okkar veitir okkur ham ingju og gleði, þegar við mót- mælum, þegar við krefjumst breytinga, þegar við eyðum tíma með fjöl skyldu og vinum sem styðja okkur, þegar við hitt umst öll saman og búum til rými þar sem engin þarf að hafa áhyggjur af því að vera dæmd, þegar við erum við sjálf, án þess að biðjast afsökunar. Kyngleði er nefnilega andóf við ríkj­ andi við mið sem reyna að segja okkur að líff ræðileg flokkun á líkama okkar séu okkar örlög sem verða ekki um­ flúin. Hún ruggar bátnum og raskar „jafnvæginu“ sem gagnkynhneigt sís­ regluveldi reynir að viðhalda. Þrálátt stef í umræðum um trans fólk er að við upplifum öll djúpstæðan ama, erfið leika og depurð. Sú frásögn rímar við þær lýsingar að við höfum „fæðst í röngum líkama“, sem er algengt stef í útskýringum trans fólks á sinni upplifun. Sú upplifun er fyrir mörgum mjög raunveruleg, enda hefur trans fólk ekki alltaf haft tungumálið til að lýsa sinni upplifun – hvað þá til að lýsa henni fyrir fólki sem mun aldrei upp lifa sambærilegar tilfinningar. Slíkar lýsingar eru líka að mörgu leyti ein földun á raunverulegri upplifun trans fólks, enda er það marg slungin og flókin upplifun að vera trans. Út- skýringar á vitund okkar hafa því í gegn um tíðina ekki endilega verið skap aðar af okkur fyrir okkur, heldur mun frekar orðið til við að reyna að útskýra upp lifanir okkar í einfaldan hátt fyrir meirihlutasamfélagið, svo þau skilji og átti sig á því hvað við göngum í gegnum. En þær skýringar sem not aðar eru til að útskýra fyrir meiri hluta sam- félag inu eru nánast alltaf nei kvæðar og snúast að mörgu leyti um áföll, erfiðleika og sorg. Kyngleði endurheimtir og endur skapar þá sögu sögn að trans fólk geri lítið annað en að vorkenna sjálfu sér; hún er andóf við þá trú að trans fólk upplifi enda lausar þjáningar og að tilvera þeirra sé einhverskonar harmleikur. Kyn gleði sýnir okkur hvernig trans fólk getur endurheimt og skapað eigin sögu og hvernig það að vera trans er ekki bara jákvætt heldur fallegt, einstakt og dásamlegt. Það var ekki sorgin sem fékk mig til að átta mig á því hver ég var — það var frelsið sem ég upplifði þegar ég tjáði mig loks á þann hátt sem ég vildi, án þess að kæra mig um skoðanir annarra. Það var frelsið að fá að líta út eins ég vil líta út, fá að nota orð til að lýsa sjálfri mér sem passa betur við mig og fá að tilheyra samfélaginu á hátt sem lætur mér líða vel með sjálfa mig. Þegar ég fékk að upplifa ást einhvers sem sá mig nákvæmlega eins og ég er. Þegar ég knúsaði hundinn minn sem elskaði mig sama hvað. Þegar móðir mín safnaði hári svo við gætum fléttað hárið á hvor annarri. Þegar ég fékk ný skilríki. Þegar ég gat gengið niður Laugaveginn án þess að fela mig. Það var kyngleðin sem ég vissi að byggi innra með mér og blómst raði þegar ég leyfði henni að streyma fram. Trans fólk býr nefnilega yfir ótrúlegum krafti. Við erum við sjálf þrátt fyrir alla fordómana, áreitið, ofbeldið og sí endur teknu skilaboðin um að við séum á einhvern hátt röng eða afbrigðileg. Það er sá kraftur sem fólk óttast og fær þau til að ráðast að okkur. Það er kraftur sem þau búa ekki yfir sjálf og í stað þess að fagna honum og eignast hlut í honum leyfa þau eigin ótta, eigin skömm og eigin sorg að ná yfirhöndinni. Í stað þess að leyfa sjálfu sér að upplifa frelsið og brjótast úr fjötrum gagn kynhneigða sís-regluverksins verða þau útsendarar þess og bæla niður eigin tilfinningar og gleði. Fólkið sem berst hvað mest gegn okkur er nefnilega oftast fólkið sem þarf hvað mest á gleðinni að halda. Það er fólkið sem hefur bælt eitthvað niður í eigin lífi en geta ekki horfst í augu við það og ræðst því frekar að öðru fólki sem hefur losað sig úr fjötrum kynja tví hyggjunnar. Það er nefnilega ekki bara trans fólk sem þarf á frelsinu og gleðinni að halda, kynjahyggjan heldur okkur öllum niðri á einn eða annan hátt. Þess vegna er kyngleði svo ótrúlega kröftug og við getum deilt henni með fólki með hluttekningu, af kærleika, af ást og með krafti sem rífur niður þá veggi sem reistir hafa verið. Það er því ekkert meira róttækt eða kröftugt en að vera við sjálf. Kyngleðin, ástin og frelsið mun að lokum sigra því að hatur, fordómar og ofbeldi eru ekki óþrjótandi auðlind. Kyngleðin er sterkasta vopnið sem þú átt og mun alltaf vera kröftugri en hatur, fordómar og ofbeldi. Við megum þess vegna aldrei leyfa fólki að ræna okkur kyngleðinni eða frelsinu til að vera við sjálf. Við megum aldrei smætta okkur eða fela okkar innra sjálf til að þóknast öðrum. Verum við sjálf, nákvæmlega eins og við erum — og berum höfuðið hátt. (Kyn)Gleðilega Hinsegin daga. Gender Euphoria Is an Un stoppa ble Force Through recreating our own narratives and carving out space, we can show the world that being trans isn’t a trag edy – but a beautiful, unique and powerful experience that can help every one break away and be their most authentic selves. Mynd af greinarhöfundi og maka úr einkasafni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.