Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 82
82
Ég trúi því að bókmenntir skipti máli og
hafi áhrif. Kannski ekki á aug ljósasta
hátti nn þar sem ég þoli al mennt ekki
bækur sem reyna að hafa áhrif, því
pre dikunar tónninn skín alltaf í gegn
og gerir sögurnar leiðin legar. En ég
trúi því að bók menntir hafi áhrif bara
með því að vera til og fjalla um það
sem þær fjalla um. Sögur nar sem við
lesum setjast að í vitund okkar, verða
hluti af okkur og hluti af sýn okkar á
samfélagið.
En bókmenntir, eins og allt annað í
sam félaginu, hefur inn byggða skekkju.
Meiri hluti skáld sagna fjalla um karla
og drengi, þeirra líf og lífsreynslu og
eru sagðar út frá þeirra sjónar horni (sú
er allavega raunin í öðrum löndum og
hlýtur því að vera raunin hér, án þess að
ég hafi talið það) og mjög fáar bækur
í megin straumnum fjalla um líf lesbía,
homma, tvíkyn hneigðra, trans fólks eða
annarra sem tilheyra regn boga hin segin
samfélagsins.
Glæpasagan hefur þó verið hvað skást
með þetta, kannski af því að hún tekur
sig ekki mjög alvarlega sem bók-
mennta grein. Það eru trúlega komin
25 ár síðan að ég rakst á frá bæran
hin segin lögreglu mann í bók eftir
Jonathan Kellerman. Hinn grísk ættaði,
þybbni, örlítið hrana legi en jafn framt
eldklári Milo Sturgis var einn fyrsti
opni homminn í „main stream” glæpa-
sögu, sem jafnframt ögraði viðt eknum
hugmyndum um homma. Milo er
auka persóna en besti vinur og sam-
starfs maður aðal persónunnar, barna-
sálfræðingsins Alex Delaware, og fær
því tals vert pláss í sögunum og leikur
oft lykil hlutverk. Vin átta mannanna er
djúp og einlæg og þeir hjálpast að við
að leysa flókna glæpi en einnig við að
reyna að leysa úr einkamálunum: Alex
er alltaf í vandræðum með kærust una
sem sífellt virðist vilja fljúga frá honum
en Milo glímir við einelti á lög reglu-
stöðinni auk þess sem hinsegin sam-
félagið er tortryggið gagnvart honum af
því að hann er lögga.
Ég varð næstum bjánalega þakklát fyrir
Milo og svo virðist hafa verið um fleiri
því fyrsta bókin um þá félaga, When
the Bough Breaks, seldist í 80 milljón
ein tökum eftir að hafa verið hafnað
endur tekið í tveggja ára píslar göngu
Kellermans á milli útgefenda.
Það þarf ekki að tíunda mikilvægi þess
að 80 milljónir manns lesi um lögreglu-
mann sem er hommi og að auki fremur
geð þekk og marg laga persóna með
sínar lífs glímur sem bæði lúta að því
að vera hinsegin en líka að hlutum sem
koma því ekkert við, svo sem of þyngd,
en Milo er afskaplega lyst ugur og fellur
sökum annríkis oft í þá freistni að fá
sér skyndibita. Þarna erum við að tala
um sýni leika sem skiptir máli, þó svo að
höfundurinn, Johathan Kellerman, sé
ekki hommi sjálfur og persónan sem við
kynnumst og tengjum við sé auðvitað
skáldsagnapersóna.
En það er ekki bara sýnileikinn sem
skiptir máli, það skiptir líka máli að
skáld sagna persónur séu til þess fallnar
að gefa lesandanum innsýn í hugar-
heim fólks sem ef til vill er öðruvísi en
það sjálft og glímir við aðra hluti. Þannig
eykur skáldskapur mannlega sam-
kennd og það er nokkuð sem bæði hinn
stærri heimur en líka við innan hin segin
sam félagsins þurfum á að halda. Við
þurfum öll að geta horft á, hlustað á
eða lesið um persónur sem bæði túlka
eitthvað úr okkar eigin veruleika en líka
úr veruleika sem við þekkjum ekki.
Sú áhersla á að LGBTQ+ höfundar fái
aukin tækifæri og sterkari rödd innan
bókmenntaheimsins er mikilvæg, því
okkar eigin túlkun á okkar veruleika
skiptir máli fyrir okkur en getur jafn-
framt víkkað sýn annarra lesenda
á ýmis mál er snúa að sjálfs skilningi
okkar og menningu. Þannig er um hina
skosku Val McDermid sem hefur orðið
einn vinsælasti glæpa sagna höfundur
heims án þess að biðjast nokkurn
tíma afsökunar á því að hafa hins egin
persónur og þá einkum lesbíur í for-
grunni margra skáldsagna sinna. Hefur
hún orðið að mikilvægri fyrir mynd fyrir
marga vegna þessa og þar á meðal mig.
Það er skoðun mín að alls konar
höfundar eigi að spreyta sig á því
að skrifa um hinsegin persónur og
hinsegin líf. Við megum ekki einangra
okkur við að krefjast þess að allir sem
skrifi um hinsegin mál verði að vera
hin segin, því það mun einfaldlega
minnka framboð af lesefni og sjón-
varps efni og leikritum sem sýnir
okkar til vist. Hins vegar eigum við að
krefjast þess að rit höfundar vandi sig
og skrifi sögur þar sem hinsegin per-
sónur eru settar fram á fjölbreyttan
og áhuga verðan máta, að þau brjóti
upp staðalmyndirnar og fordómafullar
klisjur og að hinseginleikinn sé ekki eina
persónueinkenni þeirra. Og ef höfundar
eru í vafa um að hinsegin per sónur
þeirra séu nægi lega góðar, að leita þá
ráða hjá einhverjum sem tilheyra því
samfélagi sem skrifað er um. Það er
ekki bara kurteisi gagnvart jaðar settum
hópum sem oft hafa verið skrum skældir
í umfjöllun, heldur einfaldlega
vönd uð vinnubrögð.
HINSEGIN
Lilja Sigurðardóttir, rithöfundurÓSKASTGLÆPALÝÐUR
— um LGBTQIA+
persónur í glæpasögum