Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 91
91
Birta B. Kjerúlf
Fyrir röð tilviljana sat ég uppi með tvo
miða á tónleika en engan til að fara
með. Ég sat inni á átta manna hostel-
herbergi í París og undirbjó mig undir
að fara ein. Síðastliðnar fimm nætur
hafði nýtt fólk gengið inn og út og ekki
eitt þeirra hafði heilsað mér. Mér þótti
það ein manalegt. Hins vegar heilsaði
þessi nýja manneskja mér um leið og
hán sá mig og brosti. Fall egra bros
hafði ég varla séð. Eftir örstutt spjall
bauð ég háni með mérá tónleikana. Ég
kveið svarinu en áður en til finning arnar
náðu tökum á mér var hán búið að
svara: „Já, ég er til.“ Við áttum sam tals
fimm magnaða klukkutíma saman
í París. Í heillri borg af fólki kom hán inn
í herbergi til mín. Einhvern veginn tekst
okkur alltaf að finna hvert annað, hvar
sem er.
Bríet Blær Jóhannsdóttir
Ég man ennþá daginn sem ég fór
í brjósta aðgerðina. Ég var mjög spennt
sem á þeim tímapunkti var óvenju-
legt enda höfðu þessir mörgu mánuðir
af covid ekki boðið upp á mikið til að
hlakka til. Ég man að ég lá á skurð-
borðinu og vinalegur læknir segir mér
að ég sofni eftir smá en ég hugsa:
„Hvernig? Hvernig á ég að geta sof-
nað?“ Ég blikka augun um og þeir eru
farnir. Ég lít niður og sé þau og þó að
brjóstin mín séu bólgin og plást ruð er
ég komin einu stóru skrefi nær því að
vera ég.
Lana Kolbrún
Ég uppgötvaði hinseginleikann í sjálfri
mér þegar ég var átta ára. Þá tók ég í
fyrsta skipti eigin ákvörðun um sjálfa
mig og fékk að klippa síða hárið stutt.
„Drengja kollurinn” varð fyrsta hamingju-
skrefið fyrir lítinn upprennandi butch-
nörd sem hafði aldrei viljað vera í pilsum
og kjólum en ferðaðist um heiminn
á reið hjóli með fótbolta á böggla-
beranum. Hinseginleikinn frelsaði mig
frá leið indum kyn hlutverksins sem
sam félagið ætlaði stúlkum og konum
fyrir 50 árum þegar ég var að vaxa
úr grasi. Hinsegin leikinn veitti mér
þrótt og fyllti mig mótspyrnu gegn
þröngum kössum. Hann hefur alla tíð
verið komp ásinn sem vísar mér veginn,
þótt stundum hafi það verið það erfitt.
Hinsegin leikinn er glugginn minn, með
frábæru útsýni yfir lífið. Hann er annað
sjónarhorn, krafturinn innra með mér,
kjarnorkuverið mitt.
Vilhjálmur B. Bragason
Það er svo mikilvægt að skilja hver
maður er. Og það er það sem að vera
hinsegin felur í sér. Annars væri maður
líka segin og guð má vita hvað það er.
Sasi
Það var daginn eftir skólaball úti á landi.
Við vorum þægilega þunn og ákváð-
um að fara í sund. Ég var sendur eftir
vin konu okkar sem bjó í hinum enda
heimavistarinnar og drap á dyr. Hurð-
ina opnaði fallegasti maður sem ég
hafði séð og hatrammri baráttu við eigin
kenndir lauk með skilyrðislausri upp gjöf
gagnvart ástinni. Af litlum neista varð
bál sem logaði bjart og stjórnlaust og
læsti sig í okkur þar til skömmin neyddi
hann inn í skápinn og mig út úr honum.
Fræin sem við sáðum í sviðna jörð lifðu
þó af og blómstruðu að lokum, hvort
á sinn hátt.
Ljósmynd: Sunna Ben