Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 91

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 91
91 Birta B. Kjerúlf Fyrir röð tilviljana sat ég uppi með tvo miða á tónleika en engan til að fara með. Ég sat inni á átta manna hostel- herbergi í París og undirbjó mig undir að fara ein. Síðastliðnar fimm nætur hafði nýtt fólk gengið inn og út og ekki eitt þeirra hafði heilsað mér. Mér þótti það ein manalegt. Hins vegar heilsaði þessi nýja manneskja mér um leið og hán sá mig og brosti. Fall egra bros hafði ég varla séð. Eftir örstutt spjall bauð ég háni með mérá tónleikana. Ég kveið svarinu en áður en til finning arnar náðu tökum á mér var hán búið að svara: „Já, ég er til.“ Við áttum sam tals fimm magnaða klukkutíma saman í París. Í heillri borg af fólki kom hán inn í herbergi til mín. Einhvern veginn tekst okkur alltaf að finna hvert annað, hvar sem er. Bríet Blær Jóhannsdóttir Ég man ennþá daginn sem ég fór í brjósta aðgerðina. Ég var mjög spennt sem á þeim tímapunkti var óvenju- legt enda höfðu þessir mörgu mánuðir af covid ekki boðið upp á mikið til að hlakka til. Ég man að ég lá á skurð- borðinu og vinalegur læknir segir mér að ég sofni eftir smá en ég hugsa: „Hvernig? Hvernig á ég að geta sof- nað?“ Ég blikka augun um og þeir eru farnir. Ég lít niður og sé þau og þó að brjóstin mín séu bólgin og plást ruð er ég komin einu stóru skrefi nær því að vera ég. Lana Kolbrún Ég uppgötvaði hinseginleikann í sjálfri mér þegar ég var átta ára. Þá tók ég í fyrsta skipti eigin ákvörðun um sjálfa mig og fékk að klippa síða hárið stutt. „Drengja kollurinn” varð fyrsta hamingju- skrefið fyrir lítinn upprennandi butch- nörd sem hafði aldrei viljað vera í pilsum og kjólum en ferðaðist um heiminn á reið hjóli með fótbolta á böggla- beranum. Hinseginleikinn frelsaði mig frá leið indum kyn hlutverksins sem sam félagið ætlaði stúlkum og konum fyrir 50 árum þegar ég var að vaxa úr grasi. Hinsegin leikinn veitti mér þrótt og fyllti mig mótspyrnu gegn þröngum kössum. Hann hefur alla tíð verið komp ásinn sem vísar mér veginn, þótt stundum hafi það verið það erfitt. Hinsegin leikinn er glugginn minn, með frábæru útsýni yfir lífið. Hann er annað sjónarhorn, krafturinn innra með mér, kjarnorkuverið mitt. Vilhjálmur B. Bragason Það er svo mikilvægt að skilja hver maður er. Og það er það sem að vera hinsegin felur í sér. Annars væri maður líka segin og guð má vita hvað það er. Sasi Það var daginn eftir skólaball úti á landi. Við vorum þægilega þunn og ákváð- um að fara í sund. Ég var sendur eftir vin konu okkar sem bjó í hinum enda heimavistarinnar og drap á dyr. Hurð- ina opnaði fallegasti maður sem ég hafði séð og hatrammri baráttu við eigin kenndir lauk með skilyrðislausri upp gjöf gagnvart ástinni. Af litlum neista varð bál sem logaði bjart og stjórnlaust og læsti sig í okkur þar til skömmin neyddi hann inn í skápinn og mig út úr honum. Fræin sem við sáðum í sviðna jörð lifðu þó af og blómstruðu að lokum, hvort á sinn hátt. Ljósmynd: Sunna Ben
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.