Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Qupperneq 94

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Qupperneq 94
94 Una Torfa stimplaði sig rækilega inn í íslenskt tónlistarlíf í fyrra. Í upphafi ársins sendi hún frá sér sína fyrstu EP-plötu, Flækt, týnd og einmana, sem vakti mikla athygli en lög af henni hlutu talsverða spilun í útvarpi ásamt laginu „Fyrrverandi“ sem hún sendi frá sér síðla árs. Una var dugleg að spila víða um land og kom meðal annars fram á Iceland Airwaves við góðar undirtektir. Athygli vakti að Una samdi sum lögin sín til kvenna en hún er tvíkynhneigð og hefur talað um hinseginleika sinn í viðtölum. Það var því engin spurning hvert átti að leita eftir lagi Hinsegin daga í ár. „Ég fann fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar ég tók þetta verkefni að mér. Annað tvíkynhneigt fólk kannast efl aust við tilfinninguna um að vera ekki talið nógu hinsegin, að eiga stundum er fitt með að finna sér pláss í baráttunni og menningunni, sérstaklega þegar fólk er í sambandi við manneskju af gagnstæðu kyni. Mér finnst frá bært að fá þetta tækifæri til að standa uppi á sviði og vera ég sjálf, með minn geggjaða kærasta með mér í allri undir búningsvinnunni og flutningnum,“ segir Una þegar hún er spurð út í til finninguna við að taka það verkefni að sér að semja lag Hinsegin daga. Mjög erfitt að semja lag Hinsegin daga í ár Hún segir að það hafi verið mjög erfitt að semja lagið og að hún hafi í raun ekki vitað hvar hún ætti að byrja. Eins og áður sagði var kærasti Unu, Haf- steinn Þráins son eða Haffi, með í ferlinu en þau eru ekki bara par heldur líka samstarfsfólk. „Við hittumst í stúdíóinu og byrjuðum að semja, fyrst datt mér ekkert í hug nema angurværar hugleiðingar um hvað það getur verið erfitt að vera öðruvísi, að vera stöðugt krafin um útskýringar beint og óbeint á því hver maður er í raun og veru. Ég byrjaði að skrifa texta við lagið en útgangspunkturinn var of neikvæður, fannst mér. Ég vildi semja baráttusöng sem byggir brýr og fær fólk til að brosa, trúa og þora og þessi texti var ekki þesslegur,“ segir Una sem þurfti að gera hlé á sköpunarferlinu til þess að spila á tónleikum. „Ég rauk út í bíl og skaust á gigg og kom svo beint aftur upp í stúdíó þar sem við Haffi ákváðum að byrja bara upp á nýtt. Ný laglína varð til og morguninn eftir settist ég niður á kaffihúsi, hlustaði á upptöku í símanum þar sem ég hummaði lagið og ég skrifaði nýjan texta sem ég er stolt af.“ Una segir að lagið sé fyrir okkur öll. „Það er áminning um hvað það ætti að vera einfalt að standa með þeim sem krefjast einskis annars en að fá að vera til og leita að hamingjunni. Þetta er lag um vináttu, samstöðu, stolt og hreina, tæra gleði. Ég vona svo innilega að fólk hafi gaman af, að lagið hreyfi við þeim sem hlusta og helst vona ég að einhver syngi með og dansi þegar ég spila það með hljómsveit á stóra sviðinu eftir Gleðigönguna, það væri algjör draumur,“ segir Una og eins og áður sagði vonast hún til að lagið byggi brýr. „Ég vil að lagið minni fólk á að við erum öll að leita að því sama, við viljum bara fá að tilheyra, vera elskuð af fólkinu okkar og fá að láta gott af okkur leiða í þessu litla, stutta lífi.“ Ný plata í bígerð Það er annars nóg framundan hjá þessari öflugu og flottu listakonu, meðal annars ný plata. „Haffi er að hjálpa mér með þessa nýju tónlist eins og hann gerði með lagið mitt Fyrrverandi. Við erum með stærri útsetningar en á síðustu plötu, fleiri hljóðfæri og breiðara sound en inn á milli verða líka lög sem eru í mjög einföldum búningi. Mér finnst það svo fallegt og skemmtilegt,“ segir Una sem bætir við að hún ætli að halda áfram að spila sem víðast og prófa alls konar nýja hluti í þeim efnum. Töfraorka yfir Hinsegin dögum Unu þykir vænt um Hinsegin daga og eins og svo margt hinsegin fólk á hún góðar minningar frá hátíðinni. „Fyrsta árið eftir að ég var komin almennilega út úr skápnum efndi mamma til þess að við fjölskyldan færum í bröns fyrir gönguna og svo saman niður í bæ. Mér þótti svo vænt um það og núna er þetta órjúfanlegur hluti af hátíðahöldunum. Í fyrra fékk ég líka að spila í Hljómskálagarðinum og átti algjört draumakvöld eftir það þar sem ég kynntist nýjum vinum sem eru svo nánir mér í dag. Það svífur einhver töfraorka yfir vötnum á Hinsegin dögum og ég hvet öll til að koma og vera með, sérstaklega þau sem hafa aldrei komið áður,“ segir Una sem segist finna fyrir svo miklu stolti þegar hinsegin fólk gengur saman og berst fyrir réttindum sínum með því að hafa gaman og sýna hvað lífið geti verið fallegt þegar öll fá frelsi til þess að vera þau sjálf. Hún vonar að öll skemmti sér vel á Hinsegin dögum og gleymi ekki gleðinni. „Samhliða öllum mikilvægum framförum í stjórnsýslunni og baráttunni við bakslagið megum við aldrei gleyma gleðinni, aldrei gleyma því hvað það er fallegt þegar fólk lætur ljós sitt skína og hvað það er mikilvægt að lyfta því upp. Skemmtið ykkur vel, verið nákvæmlega eins og þið viljið vera og veljið alltaf ástina fram yfir óttann.“ Lag Hinsegin daga 2023 Siggi Gunnars ræðir við Unu Torfa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.