Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 104

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 104
104 Ungmennadagskrá Hinsegin daga Hinsegin dagar eru hátíðin okkar allra, hvernig sem við skilgreinum okkur, hver nig sem við klæðum okkur, af hvaða stétt sem við erum, hvort við erum ung eða gömul, garð yrkjufólk eða fjórhjólakappar, fyndna kvárið á vinnu staðnum eða ófram færa nýja týpan. Dagskráin verður þannig að vera fjölbreytt og höfða til alls konar fólks. Eitt af því sem hefur verið skipu- leggjendum Hinsegin daga algjört keppi kefli síðustu ár er að bjóða upp á dag skrá sem höfðar til ungs hin segin fólks. Hópsins sem finnur hvað mest fyrir bakslaginu; við bjóðinum sem við- gengst á TikTok og geltið úti á götu. Hópsins sem týndi mikil vægum árum í einangrun vegna heims faraldurs. Hóp- sins sem er öðrum kynslóðum fyrir- mynd í framsækni, víðsýni og að vera þau sjálf. Því buðum við upp á sér staka ungmennadagskrá í fyrsta skipti í fyrra—og nú endurtökum við leikinn! Unga fólkið á bak við tjöldin Hópur af miðaldra stjórnarfólki er ekki endilega með puttann á púls inum þegar að kemur að því að setja saman dagskrá fyrir unga fólkið. Því hefur í ann að sinn verið kallað eftir fram- boðum í ungmenna ráð Hinsegin daga; hóp ungs hin segin fólks sem koma með hug myndir að viðburðum og leiðum til að auka sýni leika ungs hinsegin fólks á Hinsegin dögum. Ráðið vinnur í nánu sam starfi við stjórn Hinsegin daga í Reyk ja vík, mótar hug myndirnar og fær í lið með sér önnur ung menni til að aðstoða við fram kvæmd viðburða. Í ár buðu tólf skapandi og skemm tilegir ein staklingar sig fram til ráðsins og hafa þau varið sumrinu við að teik na upp fjöl breytta og áhugaverða ung menna- dagskrá. Kökukeppni og kósíheit Ungmennadagskráin í ár endur speglar áhugasvið ungs fólks og þörf fyrir samheldni og öruggara rými til að vera þau sjálf. Í fyrsta skipti verður sér stök opnunar hátíð fyrir ungt fólk þar sem upphafi hátíðar innar er fagnað. Köku- keppnin frá í fyrra verður á sín um stað og sömuleiðis tón leikarnir Ungar hinsegin raddir sem fylltu hús ið á síðasta ári. Þá hittast hinsegin ung- menni við Samtökin ‘78 á Suður götu 3 eftir Gleðigöngu og útihátíð, slafra í sig pylsur og knúsast eftir tilfinninga- rússíbanann. Helstu viðburðir ungmennadagskrár Hinsegin handverk (10-12 ára) Pride Centre (Iðnó) ­ Sunnusalur Mánudaginn 7. ágúst kl. 13:00 ­ 15:00 Pride vikan byrjar á notalegum nótum þar sem 10-12 ára hinsegin krökkum er boðið að koma í Pride Centre og búa til armbönd og listaverk úr perlum og öðru efni. Skemmtilegur viðburður til að koma saman, spjalla, hlæja og föndra. Opnunarhátíð ungmenna (13-16 ára) Pride Centre (Iðnó) Þriðjudaginn 8. ágúst kl. 14:00 ­ 15:00 Hinsegin dagar verða settir þriðju- daginn 8. ágúst og loksins gefst ung- lingum tækifæri til að mæta á op nunar- hátíð! Dj. Fusion Groove mun halda uppi stuðinu en aðrir góðir gestir munu einnig mæta á svæðið. Fögnum Hins- egin dögum saman með gleði, tónlist, glimmeri og góðum félagsskap. Regnbogakökukeppni ungmenna (13-16 ára) Pride Centre (Iðnó) ­ Sunnusalur Föstudaginn 11. ágúst kl. 12:00 Leynist bakari í þér? Sætt, súrt, smátt, stórt, hátt og lágt. Komið með alls konar kökur eða góðgæti í þessa skemmtilegu regnbogakökukeppni. Vinningar í boði! Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu kökuna, metnaðarfyllstu kökuna og mest hin segin kökuna. Þegar verð laun hafa verið veitt verður að sjálf sögðu kökusmakk. Ungar hinsegin raddir Pride Centre (Iðnó) Föstudaginn 11. ágúst kl. 17:00 Tónlistarviðburður þar sem raddir hinsegin ungmenna fá að heyrast. Fjölbreytt atriði og frábært skemmtun. Grillpartý ungmenna Samtökin ‘78, Suðurgötu 3 Laugardaginn 12. ágúst kl. 16:30 Eftir geggjaða göngu og skemmtiatriði í Hljóm skálagarðinum fögnum við áfram og hittumst hjá húsnæði Sam takanna ‘78. Þar verður grillað og boðið upp á alls konar góðgæti. Tónlist, grill og gleði verður aðalmálið og frábært tæki færi að fagna flottri göngu. Nánar um ungmennadagskrá á hinsegindagar.is/unghyr. UNGHÝR Youth Pride
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.