Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 107
107
Félagsheimili hinsegin fólks
á Hinsegin dögum
Hringiða hátíðarhalda Hinsegin daga
verður í IÐNÓ alla vikuna, þar sem
svo kallað PRIDE CENTRE verður
starfrækt. Þar fer fram fjölbreytt flóra
viðburða á sviði fræðslu, menningar og
skemmt unar. Einnig verður Kaupfélag
Hins egin daga starfrækt í húsinu, ásamt
því að gestir og gangandi geta keypt
sér veitingar og sest niður og spjallað
um hins egin leikann og baráttuna.
Listamaðurinn Steinar Svan sýnir list
sína í rýminu, auk þess sem boðið
verður upp á skynáreitisfrítt rými fyrir
þau sem þurfa frí frá skarkalanum.
Húsnæðið er aðgengilegt hjólastólum.
PRIDE CENTRE verður opið
daglega 7.-13. ágúst.
Litríkasta kaupfélag landsins
Enn á ný opna Hinsegin dagar litríkasta
kaupfélag landsins þar sem seldar verða
ýmis konar regnbogavörur, m.a. fánar,
fatn aður, nælur og skraut. Þá verða
vörur frá íslenskum hönnuðum til sölu,
til dæmis regnbogakerti frá Hjartastað,
servíettur frá Letterpress, handgerðar
sápur í regnbogalitum frá TitanWorks,
regnbogavettlingar og skotthúfur frá Tíru.
Litríkt og ljómandi
Alice Olivia Clarke, hönnuðurinn á bak við
Tíru – ljómandi fylgihluti, sækir innblástur
í þær aðstæður sem verða á vegi hennar
á lífsleiðinni. Þegar hún greindist með
þriðja stigs krabbamein fann hún tilgang í
handverki sem minnir fólk á að þreifa brjóst
sín reglulega. Sonur hennar kom svo út sem
trans fyrir nokkrum árum og nú hefur Alice,
í samstarfi við soninn Sigtý Ægi, hannað
vettlinga og skotthúfur í regnbogalitunum.
„Skúfurinn á skotthúfunni er ofinn með
endurskinsþráðum, sem ljóma upp ef lýst
er á þá,“ segir Alice en hönnunin minnir
óneitanlega á ákall um aukinn sýnileika
hinsegin fólks. „Vettlingarnir eru svo með
regnbogarendur innan á lófunum, þrjár
á hvorri hönd,“ bætir Alice við, svo að
regnboginn er einungis sýnilegur þegar
fólk veifar höndunum, „já, eða ef fólk leiðist.
Þá er regnboginn sameinaður í eitt!“ segir
hún. Þannig er kærleikurinn allsráðandi í
hönnuninni en vörurnar eru framleiddar af
fólki af fjölbreyttum bakgrunni.
„Ég vil gjarnan gefa fólki tækifæri og skapa
samfélag þar sem við sköpum saman,“
segir Alice en hún er meðal annars með
bakgrunn í hönnun, mósaíklist og leiklist.
Fjölskyldan er öll meira og minna skapandi
en Kári Eiríksson, maður Alice, er arkitekt
og áðurnefndur sonur þeirra, Sigtýr Ægir, er
listamaður og nemi í arkitektúr við LHÍ.
PRIDE CENTRE
OUR HOME
FOR A WEEK
Þá teiknaði hann einmitt forsíðu Tímarits
Hinsegin daga árið 2020 og sat í dómnefnd
Gleðigöngupottsins í ár. Yngri sonur Alice,
Styrmir, er svo að læra iðnhönnun í Dan-
mörku. Alice segir regnboga vörurnar hafa
orðið til vegna aðdáunar hennar á vegferð
Sigtýs og áhuga á málefnum hins egin fólks.
„Hann Sigtýr er svo hug rakkur og mig
langaði að skapa eitthvað sem varp aði
ljósi á regnbogann,“
segir Alice að lokum. Regnbogavörur-
nar frá Tíru – ljómandi fylgihlutir verða
til sölu í kaupfélagi Hinsegin daga.
Pride Centre
This year’s PRIDE CENTRE will be
located at IÐNÓ, Vonarstræti 3, by
the Reykjavik Pond, and will be filled
with educational events, concerts,
drag shows and other cultural events.
In addition, the PRIDE CENTRE will
house our information centre and
PRIDE STORE, where we offer a wide
selection of rainbow merchandise for
sale, such as flags, pins and handmade
design items.
PRIDE CENTRE will be open
daily 7-13 August.
Vettlingar frá Tíru
Saman mynda vettlingarnir regn boga-
fána en á þeim er jafnframt endur skins-
rönd til að auka sýnileika, bæði í umferð
og samfélagi. Poppkorn úr einkasafni