Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2022, Blaðsíða 36

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2022, Blaðsíða 36
BókmEnnTIR Í BlÁRRI móðu 35 framhaldinu tekur Áli við ríkisstjórn sem heilbrigður maður. Þótt Áli sé kannski langt frá því að vera hin fullkomna söguhetja er hann á sama tíma söguhetja sem líkist manneskju af holdi og blóði; hann á erfitt uppdráttar og þvælist um í slæmu ástandi, andlega og líkamlega, þar til honum tekst að ná tökum á lífi sínu. En það tekst honum, að sjálfsögðu, enda fylgir saga hans þeirri grunnformgerð frásagna sem svalar þörf okkar fyrir lausnir. Sem veik söguhetja hefur hann náð að fanga athygli sagnaþula og áheyrenda í gegnum aldirnar og ekki verður betur séð en að honum takist það jafn vel og hverri annarri hetju sem drepur dreka eða vinnur annars konar afrek. Sagan er að auki full af alþýðuhúmor og jafnvel gróteskum einkennum sem setja má í samhengi við úrvinnslu alþýðlegrar hefðar. Í umfjölluninni hér að framan, þar sem rætt var um stöðu íslenskra bók- mennta á 15. öld er talið óvarlegt að gera ráð fyrir mikilli nýsköpun í bók- menntum í kjölfar svartadauða, eða plágunnar fyrri. Þetta má þó engu að síður gera og sú athugun sem hér var gerð á söguefni Ála flekks sögu gæti bent til þess að hana megi aldursgreina með tilliti til samfélags sem þekkti til eymdar og þar með til plágu sem einkenndist af útbrotum og óþef. með þessu móti má tengja tilurð hennar við það ástand sem ríkti hér á landi í upphafi 15. aldar. Á hinn bóginn sýnir varðveisla sögunnar, líkt og annarra miðaldasagna, að þótt hún gæti í sjálfu sér hafa sprottið úr erfiðum sam- félagslegum aðstæðum í kjölfar svartadauða, úr þeirri bláu móðu sem lá yfir sveitum landsins, hafi hún ekki hætt að höfða til áheyrenda sinna, heldur varðveittist hún í manna minnum svo öldum skipti. Ú T D R Á T T u R Greinin fjallar um veikar söguhetjur eins og þær koma okkur fyrir sjónir í forn- aldarsögum og riddarasögum, þar sem finna má dæmi um andleg jafnt sem líkamleg veikindi. Í upphafi er gerð grein fyrir veikindasögum sem efniviði bókmennta og frásagnarfræðilegu samhengi þeirra. Að því loknu er litið til miðaldabókmennta með áherslu á Ála flekks sögu sem heyrir til frumsaminna riddarasagna. Í upphafi er at- hyglinni beint að söguhetjunni Ála sem var aðskilinn frá fjölskyldu sinni sem barn, með áherslu á félagslega vanhæfni hans til að takast á við tilveru sína og fóta sig í samfélaginu. Sagan er því næst greind út frá veikindum Ála og leitast er við að tengja hana veruleika fólks á 15. öld, og þá sér í lagi svartadauða eða plágunni miklu sem geisaði tvívegis hér á landi, árin 1402–1404 og svo aftur 1494–1495. Að lokum er getið um þær breytingar sem urðu á söguefninu í gegnum aldirnar og þær útskýrðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.