Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 8

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Allir vinnustaðir ættu að hafa lýðheilsufulltrúa Viðtal við Unu Maríu Óskarsdóttur, verkefnisstjóra ráðherranefndar um lýðheilsu: Er neyslustýring í lýðheilsumálum lands- manna skref í rétta átt? Það telur Birgir Jakobsson landlæknir. Í síðasta tölublaði Skinfaxa (2. tbl. 2016) gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir stefnuleysi í lýðheilsumál- um. Þau þyrftu að sýna meiri ábyrgð og beina bæði mataræði og áfengisdrykkju landsmanna á réttar brautir. Landlæknir tók sem dæmi sykurskattinn sem var lagð- ur á sykraðar vörur vorið 2013 en afnum- inn í lok árs 2014 og frumvarp nokkurra þingmanna bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu sem miðar að því að auka aðgengi landsmanna að áfengi. Þetta sagði hann dæmi um stefnuleysi í lýðheilsumálum og sölu áfengis í búðum áhættusama og dýra tilraun. Ef skref yrði stigið í þá átt yrði ekki aftur snúið og hugsanlega yrðu forvarnaaðgerðir síðustu ára orðnar að engu. Lýðheilsa er eins og jafnréttismál Una María Óskarsdóttir er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri ráðherranefndar um lýð- heilsu. Hún er sammála landlækni að flestu leyti en tekur ekki undir orð hans um stefnuleysi stjórnvalda. „Það tekur alltaf tíma að þróa málin áfram en sérfræðingar í lýðheilsu hafa um skeið lagt mikla áherslu á að heilsa verði liður í allri stefnumótun hins opinbera, þannig að ákvarðanir séu metnar með hliðsjón af því hvaða áhrif þær hafa á heilsu,“ segir hún. „Það ætti auðvitað að vera framtíðin að allar ríkisstofnanir og vinnustaðir setji sér lýðheilsustefnu og að lýðheilsufræðingar eða aðrir með sam- bærilega menntun hefðu yfirumsjón með þeim málum líkt og gert er með jafnréttis- málin og lög mæla fyrir um. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla gætu því á ákveðinn hátt verið fyrirmynd að lög- um um lýðheilsu hér á landi. Bætt lýðheilsa þarf að vera samstarfsmál. Stjórnvöld, almenningur, frjáls félagasamtök og sér- fræðingar um heilsu þurfa að taka hönd- um saman og bæta lýðheilsu allra lands- manna.“ Stofnuðu ráðherranefnd um lýðheilsu Una María segir ríkisstjórnina hafa frá upp- hafi stjórnarsamstarfsins sett bætta lýð- heilsu og forvarnastarf í forgang. Það megi sjá á málefnasamningi flokkanna. Í sam- ræmi við það hafi forsætisráðherra sett á laggirnar ráðherranefnd um lýðheilsu. Í nefndinni sitja forsætisráðherra, heilbrigðis- ráðherra, félags- og húsnæðismálaráð- herra og mennta- og menningarmálaráð- herra. Velferðarráðherra skipaði svo sam- ráðsvettvang fulltrúa hagsmunaaðila og sérfræðinga, lýðheilsunefnd, sem ásamt sérstakri verkefnisstjórn vann drög að lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun sem velferðarráðherra og Inga Dóra Sigfús- dóttir, formaður nefndarinnar, munu leggja fram í ráðherranefndinni. Aðgerðir stefnunnar eru margar hverjar þegar komnar í framkvæmd. Embætti landlækn- is, sem er undirstofnun velferðarráðuneyt- isins, hefur um skeið unnið að heilsuefl- andi samfélagi, heilsueflandi leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Land- læknisembættið kynnti fyrr í sumar lýð- heilsuvísa fyrir hvert heilbrigðisumdæmi á Íslandi. „Lýðheilsuvísarnir eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þeirra. Þeir eru mikilvægt tæki til að bæta lýðheilsu á Íslandi. Í verkefnunum um heilsueflandi skóla og samfélög er bæði tekið á matar- æði og áfengisdrykkju. Sveitarfélög og skólar vilja auðvitað kappkosta að boðið sé upp á hollt fæði í skólum og vilja sporna gegn áfengisdrykkju í samfélag- inu,“ segir Una María. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sýnt fyrirkomulaginu sérstakan áhuga þar sem það þykir einstakt í mál- efnum lýðheilsu hér á landi að fjórir ráð- herrar sitji við lýðheilsuborðið. Stjórnvöld grípi til aðgerða Una María segir að rannsóknir á áhrifum sykurskattsins hafi bent til að dregið hafi úr sykurneyslu á því um eina og hálfa ári sem hann var lagður á sykraðar vörur. Aðgerðir lýðheilsustefnunnar geri þó ekki ráð fyrir sköttum á óhollustu og því verði „Það yrði bæði dýrt fyrir skattborgara og mesta afturför í lýðheilsumálum á Íslandi ef leyft yrði að selja áfengi í matvöruverslunum.“ Þetta segir Una María Óskarsdóttir, verkefnisstjóri ráðherranefndar um lýðheilsu. Hún telur frumvarp þingmanna um áfengissölu í búðum hafa dagað uppi og vonar að það verði ekki að veruleika.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.