Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2016, Side 9

Skinfaxi - 01.03.2016, Side 9
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 9 að beita öðrum aðferðum og ná til fólks, svo sem með fræðslu. „Á nýliðinni alþjóðlegri ráðstefnu í Hörp- unni, Foodloose, lagði breski læknirinn dr. Aseem Malholtra sérstaka áherslu á að stjórnvöld yrðu að taka ábyrgð á vaxandi offituvanda þjóða heims. Hann sagði að einn liður í þeim aðgerðum sem stjórnvöld yrðu að grípa til væri að leggja sykurskatt á sykurvörur. Hann sagði líka að setja yrði markmið um að minnka sykur í matvælum um 40% og transfitu um 15% fyrir árið 2020. Þá mælti hann með því að banna auglýsingar sykurdrykkja, sælgætis og þess sem kallað er ruslfæði sem ætlað er að hafa áhrif á börn og unglinga og banna seljend- um slíkrar vöru að auglýsa hana í tengsl- um við íþróttir,“ segir Una María og bætir við að ráðstefnan hafi verið mjög fræð- andi. Hún heldur áfram: „Það er mjög mikil- vægt að stjórnvöld nái til fólks með að það leggi áherslu á heilsusamlegt fæði. Það kom t.d. fram að langvinnir líffstílssjúkdómar; offita, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar, háþrýstingur, krabbamein og vitglöp eru allt sjúkdómar sem eru sterklega tengdir við sömu undirliggjandi efnaskiptabrengl- unina, svokallað insúlínviðnám. Sú tilgáta var sett fram að offita væri afleiðing af við- varandi auknu magni insúlíns í blóði sem aftur réðist að stóru leyti af magni trefja- snauðra, fínunnina og auðmeltra kolvetna í fæðunni á borð við sykur og hveiti. Magn slíkra kolvetna í mat hafði áhrif á heilsu og sjúkdóma – frekar en fjöldi hitaeininga. Það er með öðrum orðum ekki nóg að hreyfa sig, heldur er það fæðan sem fólk velur sem hefur þarna mikil áhrif,“ segir Una María og bendir á að fitusöfnun er stýrt af hormóninu insúlíni sem líkaminn fram- leiðir fyrst og fremst við inntöku kolvetna. Margir þeirra sem eru of þungir þurfi að framleiða meira insúlín til að geta nýtt kol- vetni sem orkugjafa, insúlín í blóði þeirra hækkar og hjá þessum einstaklingum hef- ur lifrin tilhneigingu til að breyta sykri í fitu. Þessir einstaklingar hafa því aukið insúlín- viðnám sem setur þá í töluvert aukna áhættu á að þróa með sér alvarlega lífs- stílssjúkdóma. Á ráðstefnunni kom líka fram að lágkolvetnamataræði og aukin neysla „góðrar“ fitun væri ákveðið svar við þessum vanda. Fólk þyrfti líka mismun- andi fæði og þar hefði fjölskyldusaga einnig áhrif,“ segir hún. En hvað með áfengið? Landlæknir sagði í áðurnefndu viðtali við Skinfaxa að forvarnir hefðu skilað árangri í baráttunni við Bakkus fram til þessa. Hætt sé við því að mikið starf fari í súginn verði leyft að selja áfengi í matvöruverslunum. – Hvað segir Una María við því? „Já, þetta er kórrétt hjá landlækni,“ segir hún. „Allar rannsóknir sýna að aukið að- gengi að áfengi hefur þau áhrif að drykkja eykst, svo að ekki sé talað um áhrifin sem áfengi í matvöruverslunum getur haft á að börn og unglingar byrji fyrr að neyta þess. Þeim sem eiga erfitt með að halda sig frá áfengi finnst örugglega ekki þægilegt að áfengið sé á boðstólum við hliðina á mjólkinni. Það er líka staðreynd að það eru meiri líkur á því að maður borði kex sem boðið er upp á á fundum eða í vinn- unni ef það liggur fyrir framan nefið á manni. Svo það er auðvitað mun hollara ef maður hefur ávextina fyrir framan sig því að þá borðar maður þá. Prófið þetta bara.“ Vonandi samþykkir þetta enginn – En gerum nú ráð fyrir því að þingheimur gefi grænt ljós á frumvarp um sölu á áfengi í matvöruverslunum. Verður þá ráðist í nýtt og öflugra forvarnaátak? „Ég get ekki svarað þessari spurningu og vona að þingmenn samþykki ekki svona tillögu,“ svarar Una María og telur að frum- varpið hafi dagað uppi. „Mér var sagt að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hafi sagt það vera hugsjónamál, en ekkert for- gangsmál. Enda held ég líka að fólk á Alþingi skilji að ef það yrði samþykkt yrði það mesta afturför í lýðheilsu sem um getur á Íslandi og of dýrt fyrir skattborgar- ana. Flest ríki heims eru líka farin að herða áfengislöggjöf sína vegna þess mikla lýð- heilsuskaða sem áfengið veldur,“ segir hún og viðurkennir að hún sjái fyrir sér að UMFÍ, með sitt sterka og breiða útbreiðslustarf, geti tekið sér stöðu í þessari vinnu og unn- ið með stjórnvöldum og almenningi að heilsueflandi samfélagi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.