Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 10

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennasamband Borgarfjarðar er mótshaldari 19. Ungl- ingalandsmóts UMFÍ 2016. Aðildarfélög UMSB eru nítján talsins og eiga mörg þeirra rætur að rekja allt aftur til upphafsára ungmennafélagshreyfingarinnar. Í stjórn UMSB sitja ellefu manns. Sam- bandsstjóri er Sólrún Halla Bjarnadóttir en framkvæmdastjóri er Pálmi Blængsson. Skrifstofa UMSB er að Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi. Aðildarfélög UMSB Nítján íþróttafélög eru með aðild að UMSB. Félögin eru misvirk í netvæddum nútíma- heimi. Það sama gildir þó ekki um starf- semi félaganna en mörg ungmennafélaga í Borgarfirði halda fast í upphaflegt starf sitt og gildi hreyfingarinnar. Í samræmi við Aðildarfélög Ungmennasam- bands Borgarfjarðar (UMSB) Dansíþróttafélag Borgarfjarðar, Borgar- nesi / Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar, Borgarnesi / Golfklúbbur Borgarness / Golfklúbbur Húsafells / Hestamanna- félagið Faxi / Golfklúbburinn Glanni, Bifröst / Golfkúbburinn Skrifla, Reykholtsdal / Skotfélag Vesturlands, Borgarnesi / Hestamanna- félagið Skuggi, Borgarnesi / Ungmennafélagið Björn Hítdælakappi / Ungmennafélagið Íslend- ingur / Ungmennafélagið Dagrenning / Ungmenna- félagið Egill Skallagrímsson / Ungmennafélagið Skallagrímur / Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar / Ungmennafélag Stafholts- tungna, Þverárhlíðar- og Norðurárdalshrepps / Ung- mennafélag Reykdæla, Reyk- holti / MSB, Mótorsportfélag Borgarfjarðar, Borgarnesi / Dansíþróttafélag Borgarbyggðar. það hafa Umf. Reykdæla og Umf. Lund- dælinga haldið þorrablót og gamlársfagn- aði, sett upp leikrit annað slagið og staðið fyrir ýmsum uppákomum í kringum tylli- daga, s.s. á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Unglingalandsmótsnefnd UMFÍ 2016 Sólrún Halla Bjarnadóttir, formaður, Kristín Gunnarsdóttir, ritari, Sigurður Guðmunds- son, gjaldkeri, Páll Brynjarsson, keppnis- stjóri, Hrafnhildur Tryggvadóttir, tjald- búðastjóri, Kristján Finnur Kristjánsson, öryggisstjóri, Ingunn Jóhannesdóttir, svæðisstjóri, Hrönn Jónsdóttir, afþreyingar- stjóri, Halldóra Gísladóttir, þjónustu- og veitingastjóri, Agnes Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri. Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson og verkefnastjóri Eva Hlín Alfreðsdóttir. Ingólfur Sigfússon hefur umsjón með skráningarkerfi mótsins. „Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi leggst rosa- lega vel í okkur. Við höfum unnið vel á öllum víg- stöðvum og dreift verkefnum á fleiri hendur,“ segir Sólrún Halla Bjarnadóttir, formaður Unglingalands- mótsnefndar 2016 og sambandsstjóri Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Sólrún tók við formennsku í landsmótsnefndinni með tiltölulega skömmum fyrirvara um mitt sumar. Hún segir það ekki hafa komið að sök, enda búi Borgnesingar yfir góðri reynslu af því að halda landsmót í gegnum tíðina, síðast árið 2010. „Það hjálpar til að búa að reynslunni, sem við nýtum okkur til að sjá hvað var gert vel og hvað megi gera betur en fyrir sex árum,“ segir hún. Sólrún segir ganga vel að finna sjálfboðaliða á alla pósta. „Þeir eru lykillinn að starfinu okkar og því að UMSB geti haldið svona stórt mót, án þeirra myndi þetta aldrei ganga upp,“ segir hún og bætir við að flestir íbúar Borgarbyggðar séu að verða tilbúnir fyrir mótið. „Nú er mikilvægt að vinna saman og virkja sam- stöðuna,“ segir Sólrún. Virkjum samstöðuna í Borgarbyggð Unglingalandsmót UMFÍ Borgarnesi Sólrún Halla Bjarnadóttir.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.