Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 12

Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Borgarbyggð býður gesti á Unglingalandsmóti UMFÍ 2016 velkomna til Borgarness Unglingalandsmótið hefur fyrir löngu áunnið sér sess sem skemmtileg, fjölbreytt og minnis- verð fjölskylduskemmtun. Í Borgarnesi eru góðar aðstæður til að halda svo fjölmenna og fjölbreytta samkomu sem Unglingalandsmótið er. Meginhluti keppninn- ar fer fram á glæsilegu íþróttasvæði bæjarins. Þar er að finna sundlaug, körfuknattleikssal, frjálsíþróttavöll og knattspyrnuvöll. Í Borgarnesi eru miklir möguleikar til afþrey- ingar fyrir alla fjölskylduna. Bjössaróló hentar yngstu kynslóðinni og hefur ákveðna sérstöðu meðal leikvalla í landinu. Með ströndinni í Neðri bænum í Borgarnesi hefur verið byggður upp göngustígurinn „Söguhringurinn“ sem leiðir áhugasama með ströndinni og meðfram eldri hluta bæjarins með fínu útsýni bæði til hafsins og bæjarins. Bjössaróló, Englendinga- vík og Vesturnes tengjast hringnum. Skallagrímsgarður er frábær gróðurvin í hjarta bæjarins. Hann er að stofni til frá árinu 1932 en á seinni árum hefur verið unnið eftir nýlegri áætlun um skipulag hans. Sífellt vaxandi ferðamannastraumur hefur haft sín áhrif á mannlífið í Borgarnesi. Hann hefur t.d. leitt af sér að sífellt fjölbreyttari þjónusta hefur byggst upp í bænum á liðnum árum. Nú er t.d. að finna í Borgarnesi fjölda veitinga- staða sem bjóða gestum upp á fjölbreytta en frábæra þjónustu. Velkomin á Unglingalandsmót

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.