Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 42
42 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Reynt að komast yfir hindranir að Laugum. Anna Margrét Tómasdóttir, for- stöðumaður Ungmenna- og tómstundabúðanna, segir eftir- spurnina hafa aukist ár frá ári en nú séu bókanir svipaðar og í fyrra. Undir lok júní hafði hún þegar bókað 1.600 ung- menni í búðirnar, sem geta tekið við 2.000 manns. Allt síðasta tímabil voru 1.900 ung- menni í 9. bekk grunnskóla að Laugum í Sælingsdal og geta 90 ungmenni verið viku í senn. Ungmennin koma flest að vestan og sunnan, allt til Hafnar í Hornafirði, en færri úr skólum fyrir austan og norðan. Skólar í Þingeyjarsýslu og Skagaströnd eru undan- tekning en skólastjórnendur þar hafa sótt í að fá viku að Laugum í Sælingsdal. Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum eru ætlaðar nemendum 9. bekkj- ar grunnskóla og geta þeir komið þangað yfir veturinn, frá 1. september til loka maí ár hvert. Yfir sumartímann reka Icelandair Edduhótel að Laugum. Tækjalausir krakkar Ungmennum, sem koma á Laugar, er óheimilt að hafa með sér snjallsíma, spjaldtölvur og önnur nettengjanleg tól og tæki. Anna Margrét segir starfs- fólk Lauga taka strangt á þessu banni. Það hafi líka skilað árangri. „Foreldrarnir skilja það vel að við bönn- um tækin, þau eru orðin að vandamáli því að börnin ræðast nánast ekkert við í ferð- inni hingað nema í gegnum þau og eru svo alltaf í símunum sínum,“ segir Anna Margrét og bendir á að fyrst í stað hafi stöku ungmenni ekkert botnað í banninu. Flestir skilji það nú orðið að þau verði að skilja tækin eftir heima. Þá séu foreldrarnir líka þakklátir fyrir að börn þeirra fái frí frá þeim og upplifi að kúpla sig út úr dagsins önn og prófa eitthvað nýtt og óhefðbundið. „Við erum með krakkana í stífri dagskrá sem byggist á hópefli. Við erum líka mikið með þau úti í gönguferðum og útileikjum, kynnum þeim íslenska þjóðtrú og prófum ýmislegt sem ungmennin hafa ekki reynt áður. Þar kynnast þau styrkleikum sínum og veikleikum og læra að vinna með þá auk þess að kynnast hvert öðru betur. Við Alltaf fullt í ungmenna- búðunum í Sælingsdal Viðtal við Önnu Margréti Tómasdóttur, forstöðumann að Laugum í Sælingsdal Fullt er í ungmenna- og tómstunda- búðunum að Laugum í Sælingsdal fram í miðjan nóvember og búið að bóka meira í maí á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Eins og fyrri ár eru eyður frá miðjum nóvember og inn í janúar. erum líka með tómstunda- herbergi, opið er í sundlaug- inni og íþróttasalnum og ungmennin fá alveg tíma til að velja hvað þau gera,“ segir Anna Margrét. Margir vilja snúa aftur Það eru ýmist skólastjórnendur eða foreldrar ungmenna í 9. bekk grunnskóla sem eiga frumkvæðið að því að bóka viku að Laugum í Sælingsdal. Anna Margrét segir foreldra og krakkana sjálfa vera stærsta þrýstihópinn ásamt þeim skólastjórnendum og kennurum sem hafi sjálfir farið í ungmennabúðir. „Nokkrir skólastjórnendur hafa ákveðið að ferð í Ungmennabúðirnar sé hluti af skólastarfinu og tilkynna kennara og bekkn- um fyrirfram að þau fari á Laugar,“ segir hún. „Ef einhverjir foreldrar ráða ekki við ferðina af fjárhagslegum ástæðum er leyst úr því. Í öðrum skólum halda foreldrar ung- menna fund um málið í september og hefja fjáröflun. Síðan panta þeir viku hjá okkur. En það er aðeins gert með samþykki skólastjórnanda,“ segir Anna Margrét og bendir á að sumir skólastjórnendur sjái dvöl að Laugum sem tækifæri til að hrista bekk- inn saman og efla tengsl ungmennanna. Hópnum er þjappað saman í Ungmenna- búðunum að Laugum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.