Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 44

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 44
44 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Gerum nú allar vikur að Hreyfiviku! H reyfivika UMFÍ fór fram í fimmta sinn dagana 23.–29. maí sl. Vikan er hluti af evrópskri lýð- heilsuherferð sem hefur það markmið að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Jafnframt er það markmið verk- efnisins að kynna kosti þess að taka reglu- legan þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhaldshreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur á hverjum degi. Í ár gekk Hreyfivika UMFÍ frábærlega vel. Ísland komst á topp tíu-lista í Evrópu yfir fjölda viðburða þar sem um 480 viðburðir fóru fram víðs vegar um land. Fyrir öllum þessum viðburðum stóðu um 150 boð- berar hreyfingar og 42 þúsund einstak- lingar í um 55 bæjarfélögum. UMFÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Hreyfiviku UMFÍ í ár. Sérstakar þakkir fá boðberar hreyfingar sem stóðu sig frábær- lega. Án boðbera Hreyfiviku UMFÍ myndi vikan seint verða að veruleika. Þó svo að Hreyfiviku UMFÍ sé lokið í ár hvetur UMFÍ alla einstaklinga til þess að halda áfram að breiða út boðskap mikil- vægi hreyfingar og gera allar vikur að hreyfivikum. Hreyfivika UMFÍ 2012–2016 2012 25 boðberar 30 viðburðir 500 þátttakendur 10 bæjarfélög 2014 90 boðberar 250 viðburðir 20.000 þátttakendur 45 bæjarfélög 2016 150 boðberar 480 viðburðir 42.000 þátttakendur 55 bæjarfélög

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.