Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 50

Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 50
50 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Á vorfundinum voru tveir gestir með erindi. Það voru þeir Sævar Kristinsson, sérfræð- ingur hjá KPMG, sem flutti erindi um framtíð íþróttamála, og Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands, en hann flutti einkar áhugavert erindi um mikilvægi upplýsinga- gjafar frá ýmsum hliðum. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, setti vorfundinn og bauð gesti velkomna. Auk erinda þeirra Sævars og Fjalars ræddi Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, um stefnumótun ungmennafélagshreyfingarinnar. Sú vinna hefur staðið yfir í nokkur misseri og er hún langt komin. Þá gerði Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, grein fyrir Hreyfivikunni, sem var vikuna á eftir vorfundinum. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ, fór yfir næstu landsmót og nefndi sérstaklega næsta Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki 2018. Mótið verður geysistórt enda bætist við það Unglingalandsmót þess árs. Gert er ráð fyrir miklum fjölda þátttakenda og verða ýmsar nýjungar í boði. Framtíð íþrótta og meiri samvinna rædd á vorfundi UMFÍ Vorfundur UMFÍ var haldinn laugardaginn 21. maí í húsakynnum þjónustumiðstöðvar UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík. Á fundinn mættu framkvæmdastjórar og formenn sambands- aðila UMFÍ auk stjórnar.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.