Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 54

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 54
54 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands L andsmót UMFÍ 50+ var haldið dagana 10.–12. júní sl. á Ísafirði. Þetta var í fyrsta sinn sem mótið var haldið fyrir vestan. Gestir mótsins voru sammála um að vel hafi tek- ist í alla staði og sannaðist á Ísafirði að þeg- ar boðið er upp á gott mót lætur fólk vega- lengdirnar ekki trufla sig. Til leiks voru skráðir tæplega 300 manns sem var í takti við væntingar. „Allir eru ánægðir með mótið. Heimafólk hér í bænum hefur lýst yfir rosalegri ánægju með það og það heyrði líka í ánægð- um mótsgestum. Við erum í skýjunum yfir hlýjum orðum gest- anna,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Gísli segir Landsmót gera miklar kröfur um mannskap, meiri en aðrir viðburðir, svo sem bæjarhátíð, húsbílamót og annað. Fólk í sveitarfélaginu búi orðið yfir mikilli reynslu af öðrum íþróttaviðburðum og hafi því íbúarnir lagst á eitt með það fyrir augum að gera Landsmót UMFÍ 50+ að skemmti- legum viðburði. Miðað við viðbrögð bæði bæjarbúa og þátt- takenda hafi það tekist. Gísli verður fimmtugur í haust. Það veitti honum rétt til þátttöku á Landmótinu. Gísli tók þátt í bogfimi en gekk illa. Ástæðuna segir hann þá að hann hafi ekkert æft sig. Sagan mun ekki endurtaka sig á næsta landmóti. „Ég naut mín mjög vel á mótinu þótt ég hafi ekki tekið þátt af fullum krafti. En ég kem tilbúinn til næstu keppni og verð búinn að æfa mig í bogfiminni,“ segir Gísli. Brakandi blíða á Ísafirði Mótið hófst með keppni í boccia í íþróttahúsinu á Ísafirði. Boccia er með vinsælustu greinunum á Landsmóti 50+ ásamt pútti. Sem fyrr var þátttakan góð. Sömu sögu var að segja af púttkeppninni sem var fjölmenn og völlurinn erfiðari en en búist var við. Af þeim sökum tók keppni lengri tíma en áætlað var. Veðurguðirnir drógu flestar litapallett- ur sínar upp úr pússi sínu og buðu upp á ágætisveður á fyrsta mótsdegi, skúrir á laugardeginum, en skínandi sól á loka- degi mótsins. Það skipti auðvitað höfuð- máli enda fer stígvélakastið, ein af vinsælli greinum mótsins, fram utan dyra. Skemmtikvöld voru haldin tvö kvöld í röð á Ísafirði en þetta var fyrsta skiptið sem slíkt hefur verið gert. Á fyrra kvöldinu á föstudeginum var brugðið á ýmsa leiki ásamt því að keppa í dansi. Sama kvöldið spiluðu þeir Villi Valli og Baldur Geir- mundsson, sem margir þekkja betur sem BG í BG og Ingibjörgu, undir dansi og öðru tralli. Á laugardagskvöldinu var svo boðið upp á gómsætt fiskihlaðborð ásamt því sem Baldur tróð upp öðru sinni, nú með BG-flokknum og Margréti. Mikil stemning var fyrir skemmtikvöldinu á laugardegin- um og komust mun færri að en vildu. Heyrir ekkert nema ánægjuraddir Gísli Halldór Halldórs- son ætlar að æfa sig fyrir næsta Landsmót.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.