Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI
Skinfaxi 2. tbl. 2019
Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands
(UMFÍ), hefur komið út samfleytt síðan
árið 1909. Tímaritið, sem kemur út
ársfjórðungslega, dregur nafn sitt af
hestinum fljúgandi sem dró vagn goð-
sagnaverunnar Dags er ók um himin-
hvolfið í norrænum sagnaheimi.
RITSTJÓRI
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.
ÁBYRGÐARMAÐUR
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.
RITNEFND
Gunnar Gunnarsson formaður, Eiður
Andri Guðlaugsson, Elísabet Ásdís
Kristjánsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir
og Örn Guðnason.
LJÓSMYNDIR
Ívar Sæland, Eysteinn Auðar Jónsson,
Haraldur Jónasson, Gunnar Gunnars-
son, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Jón
Aðalsteinn Bergsveinsson, Oscar
Rybinski, Ólafur Þór Jónsson, Sabína
Steinunn Halldórsdóttir o.fl.
UMBROT OG HÖNNUN
Indígó.
PRÓFARKALESTUR
Helgi Magnússon.
AUGLÝSINGAR
Styrktarsöfnun.
PRENTUN
Oddi.
FORSÍÐUMYND
Fjör á Unglingalandsmótinu á Höfn.
STJÓRN UMFÍ
Haukur Valtýsson, formaður,
Örn Guðnason, varaformaður,
Hrönn Jónsdóttir, ritari,
Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri,
Ragnheiður Högnadóttir, meðstj.,
Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi,
og Jóhann Steinar Ingimundarson,
meðstjórnandi.
VARASTJÓRN UMFÍ
Sigurður Óskar Jónsson,
Gunnar Þór Gestsson,
Lárus B. Lárusson og
Helga Jóhannesdóttir.
SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík,
sími: 568 2929.
umfi@umfi.is
www.umfi.is
STARFSFÓLK UMFÍ
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson,
kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi
og framkvæmdastjóri Landsmóta (með
aðsetur á Sauðárkróki), Sabína Stein-
unn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og
verkefnastjóri, Ragnheiður Sigurðar-
dóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri, og
Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari.
UMFÍ
Ungmennafélag Íslands, skammstafað
UMFÍ, er landssamband ungmenna-
félaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á
Þingvöllum 2. ágúst 1907.
Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins.
Í hreyfingunni eru nú um 160.000
félagar í rúmlega 300 ungmenna- og
íþróttafélögum um land allt.
Telma Ýr Snorradóttir stofnaði Fimleikafélag
Vestfjarða á Patreksfirði fyrir ári síðan. Hún
flutti nýverið til Tálknafjarðar og sinnir þjálfun
líka í Bíldudal. Telma segir frábært að hafa tæki-
færi til að gera það sem maður nýtur að gera.
„Ef maður hefur drifkraftinn og löngunina til að leggja mikið á
sig til að láta drauminn sinn rætast þá mæli ég með því að fólk
stofni félag utan um íþróttina. Það er minna mál en ég óttaðist,“
segir fimleikaþjálfarinn Telma Ýr Snorradóttir. Hún flutti ásamt
manni sínum og barni til Patreksfjarðar um mitt ár 2017. Telma
hefur æft og keppt í fimleikum með Stjörnunni og Gerplu en þjálf-
ar hjá Fylki og Aftureldingu og lá því beinast við að gera eitt-
hvað sem tengdist fimleikum.
Ekkert fimleikafélag var á sunnanverðum Vestfjörðum þegar
Telma kom þangað. Hana langaði mikið til að halda áfram að
gera það sem hún nýtur og ákvað að bjóða upp á námskeið í
fimleikum á Patreksfirði. Það vatt hins vegar fljótt upp á sig og
voru iðkendurnir allt í einu orðnir níutíu talsins.
„Ég sá fljótt að eftirspurnin var langtum meiri en rúmaðist á
einu námskeiði. Ég ákvað því að fara alla leið, stofnaði félaga-
kennitölu, bjó til nafn og stofnaði Fimleikafélag Vestfjarða í
september árið 2018,“ segir Telma. Í maí á þessu ári fékk
félagið svo aðild að Héraðssambandinu Hrafna-Flóka og veitir
það iðkendum rétt til að keppa á mótum þegar fram í sækir.
En hvernig er að stofna nýtt félag? „Þetta var auðveldara en
ég reiknaði með,“ svarar Telma. „Það tók mig um tvær vikur að
liggja yfir nauðsynlegustu pappírum. En síðan fór ég í að sækja
um styrki út um allt. Svörunin var mjög lítil. Gámaþjónustan var
eina fyrirtækið sem gerði það og hefur nú styrkt okkur þrisvar.
Við fengum líka niðurfellda leigu í íþróttahúsinu í bænum og
það gerði okkur kleift að kaupa trampólín, hoppdýnur og ýmis
áhöld. Íþróttahúsið keypti líka áhöld og nú er öll aðstaðan orðin
mjög flott. Við erum líka mjög vel græjuð. Svo er þjálfarateym-
ið gott. Marion Worthmann er kröftug viðbót við félagið, hún
er bara búin að færa allt til hins betra,“ segir hún.
Telma flutti nýverið norður á Tálknafjörð. Fimleikafélagið fór
sömu leið og hefur dregið verulega úr starfsemi sinni á Patreks-
firði. Æfingar eru nú þrisvar í viku á Tálknafirði og einu sinni á
viku í Bíldudal. Iðkendum fækkaði að sama skapi og eru þeir
um fimmtíu í dag á aldrinum frá 3–18 ára af báðum kynjum.
„Þetta er orðið mjög flott hjá okkur, fjórir vinna hjá félaginu
og margir iðkenda orðnir mjög efnilegir,“ segir Telma og mælir
með að fólk stofni íþróttafélög úti á landi. Það bæti mannlífið
og gleðji fólk.
„Það er alltaf gaman þegar ný félög verða til. En svo er þetta
rosalega gaman. Þetta var draumur sem mér datt aldrei í hug
að myndi rætast. Þetta var því óvænt ánægja á Vestfjörðum!“
Lét drauminn rætast og stofnaði fimleikafélag