Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 9
 SKINFAXI 9 Stefnt að því að leigja hús Ungmennabúða UMFÍ undir aðstöðu fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þegar engin starfsemi er í húsinu, þ.e. um helgar og á sumrin. Áhugasamir geta haft samband í gegnum netfangið ungmennabudir@umfi.is. Nánari upplýsingar eru á ungmennabudir.is Ungmennabúðir UMFÍ hófu starfsemi að Laugum í Sælingsdal árið 2005 og hafa nemendur í 9. bekk grunnskóla af öllu landinu komið þangað til dvalar í vikutíma á hverju skólaári. UMFÍ var með húsnæðið á leigu fram í maí á þessu ári en ákvað að endurnýja leigusamninginn ekki þar sem Dalabyggð, sem á húsin, ákvað fyrir nokkru að selja þau. Þegar ákveðið var að flytja starfsemina hafði stjórn UMFÍ augastað á gömlu Íþróttamiðstöðinni á Laugar- vatni, sem hafði staðið auð í nokkur misseri eftir að Háskóli Íslands ákvað að flytja íþróttafræðinám þaðan til Reykjavíkur. UMFÍ og Bláskógabyggð gerðu samning og gengu saman í heilmikla endurnýjun á húsinu. Á hverju skólaári hafa um 2.000 nemendur 9. bekkjar dvalið í Ungmennabúðum UMFÍ. Frá og með þessu skólaári dvelja þeir að Laugarvatni og má búast við heilmiklu lífi í kringum Íþróttamiðstöðina í vetur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.