Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI Danir eiga Evrópumet í áfengisneyslu nemenda í framhaldsskólum. Danskt sveitarstjórnarfólk hefur í auknum mæli leitað eftir fræðslu um verkefni UMFÍ, frístundakort og leiðir til að bæta lífsstíl ungs fólks. „Okkur hefur tekist ágætlega að fá ungt fólk til að bíða með að fá sér fyrsta áfengissopann. En foreldrar í bæjarfélagi okkar eru ekki samstíga um áfengisneyslu ungmenna. Þegar kemur að áfengisneyslu framhaldsskólanema eigum við líklega Evrópu- metið. Við viljum breyta því,“ segir Lone Jakobi Sørensen, for- maður barna- og æskulýðsnefndar sveitarfélagsins Odder á Jótlandi í Danmörku. Lone fór fyrir hópi sveitarstjórnarfólks frá Odder sem var á Íslandi í nokkra daga í sumar til að fræðast um góðan árangur Íslendinga í forvarnamálum, skipulagt tómstunda- og æskulýðs- starf og frístundakort. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri UMFÍ, tók á móti gestunum og fræddi þá um verkefni og stefnu UMFÍ í lýðheilsumálum, Unglingalandsmót UMFÍ, Lands- mótin og samsetningu íþróttastarfsins innan UMFÍ. Fólkið spurði margs enda er þar á bæ verið að skoða kosti frístundakorta í íþróttastarfi og ýmislegt fleira sem Danir telja til fyrirmyndar hér á landi. Foreldrar verða að ganga í takt Lone telur stöðu forvarnamála í Danmörku ágæta á heildina litið. Misbrestur sé hins vegar hjá einstaka sveitarfélögum, þar á meðal í Odder. „Fíkniefnaneysla hefur ekki aukist. En þótt okkur hafi tekist að fá ungmenni til að bíða með að fá sér fyrsta sopann er hlutfall ungra Dana, sem drekka áfengi, enn alltof hátt. En neyslan er líka breytileg eftir árgöngum. Í einum getur hún verið mikil, í þeim næsta minni og eykst svo aftur hjá öðrum. Við þetta bætist að fleiri ungmenni hafa verið greind með kvíða og þunglyndi en áður. Af þessu höfum við áhyggjur,“ segir Lone og bætir við að áður en hópurinn fór utan hafi hún rætt við forvarnafulltrúa sveitarfélagsins um ástandið. „Hann tjáði mér að mikilvægt sé að fá foreldra barna og ungmenna í lið með okkur. Foreldrar í Odder séu ekki samstíga í forvarnamálum og því sé meiri sveifla í neyslu ungs fólks hjá okkur en víða annars staðar,“ segir hún. Danir fræðast um íslenska forvarnamódelið Lone Jakobi (t.v.) á fundi hjá UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.