Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 21
 SKINFAXI 21 Tuttugu íslenskar stúlkur sóttu ráðstefnu um valdefl- ingu í París fyrr á árinu. Helsti lærdómur ferðarinnar fólst í því að efla trúna á sjálfum sér, fylgja hjartanu og fá kraftinn til að fara eigin leiðir. UMFÍ styrkti í vor hóp framhaldsskólastúlkna til þátttöku í viðburðin- um She Runs sem haldinn var í París. Þar sóttu um 500 stúlkur frá 35 löndum valdeflingarráðstefnu sem tókst einstaklega vel að sögn Höllu Karenar Kristjánsdóttur og Irenu Ásdísar Óskarsdóttur íþrótta- fræðinga en þær voru tvær af sex íþróttakennurum sem fylgdu hópnum út. „Fyrirvarinn var mjög stuttur og við þurftum því að taka íslensku aðferðina á þetta sem þýddi fjögurra vikna undirbúning á yfirsnún- ingi,“ segir Halla. „Það tók tíma að velja stúlkur í verkefnið en þar vildum við helst sjá framtakssamar og opnar stúlkur sem væru tilbún- ar að vinna með öðrum. Á endanum voru valdar 20 stelpur úr Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, Borgarholtsskóla og Menntaskólanum á Akureyri.“ Það var lítill tími til stefnu en hópnum tókst að hittast þrisvar sinn- um fyrir brottför, segir Irena. „Þar tókum við ákvörðun um fatnað, sameiginlega myndbandskynningu, skemmtiatriði og gjafir. Það kom strax í ljós að við vorum með einstakan stúlknahóp sem tók strax af skarið og undirbjó m.a. heimatilbúið myndband sem fjall- aði um þær sjálfar, landið okkar fagra og endaði að sjálfsögðu á kennslu í „húh!“ víkingaklappinu. Það kom í ljós á menningarkvöld- inu að íslensku stelpurnar voru þær einu sem voru með heimatil- búna kynningu og því vöktu þær mjög mikla athygli.“ Fjölbreytt dagskrá Dagskráin var mjög fjölbreytt og vel skipulögð að sögn þeirra. „Fyrsta daginn var haldinn ratleikur um alla París. Ratleikurinn var algjörlega frábær þar sem við fengum tækifæri til að sjá þekktar SJÁLFSTÆÐAR STÚLKUR Í PARÍS byggingar og minjar og fræðast í leiðinni um franskar konur sem höfðu sýnt ábyrgð og leiðtogahæfni.“ Á öðrum degi var risastór íþróttaviðburður þar sem 3.000 frönsk- um stúlkum var boðið að taka þátt. „Þá var m.a. hlaupið meðfram Signu og endað í íþróttaþorpi þar sem stúlkurnar fengu að taka þátt í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum og öðrum skemmtileg- um uppákomum sem áttu það sameiginlegt að tengjast hreyfingu.“ Á lokadeginum hlýddu þátttakendur á áhrifamiklar frásagnir kvenna sem komu allar með þau skilaboð til stúlknanna að fylgja hjarta sínu, elta drauma sína og muna að leiðir að markmiðum geta verið hlykkjóttar. „Þær töluðu allar um mótlæti sem þær höfðu þurft að þola og hvernig þeim tókst að nýta sér það til að styrkja sig enn frekar. Þetta gerði það svo að verkum að þær komust enn lengra. Konurnar töluðu einnig um hve mikilvægt væri að fá stuðn- ing þegar á þyrfti að halda og einnig að gefa af sér og sýna öðrum stuðning. Einnig að vera tilbúnar að láta í sér heyra, vera sam- kvæmar sjálfum sér, vera heiðarlegar og tilbúnar að fara sínar leiðir í átt að markmiðum sínum.“ Lærdómsrík ferð Halla og Irena voru sammála um að helsti lærdómur ferðarinnar fyrir stúlkurnar hafi verið að efla trúna á sjálfum sér, fylgja hjarta sínu og vera tilbúnar að fara eigin leiðir. „Lokamarkmiðið var að undirbúa þær til þess að sjá um viðburð í skólanum sínum. Þannig tekst þeim að þjálfa leiðtogahæfni sína og vera fyrirmyndir og styrkja og hvetja aðrar stúlkur til að grípa tækifærið og framkvæma.“ Þær segja stelpurnar hafa farið út með þau skilaboð að reyna að kynnast sem flestum og taka öllum tækifærum með opnum huga og nýta sér þau. „Þær gerðu það svo sannarlega og voru áberandi í öllum verkefnum, sýndu mikið sjálfstæði og tóku af skarið. Stelp- urnar okkar voru áberandi öruggar, góðar í ensku og framkomu. Jafnframt var ánægjulegt að sjá hvað þær voru duglegar að upp- hefja hver aðra og hrósa félögum sínum.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.